Ægir - 01.10.1983, Síða 50
Á TÆKJAMARKAÐNUM
Honeywell Elac LAZ
2300 og LAZ 2500
Iitadýptarmælar
Fyrirtækið Honeywell Elac Þýskalandi hefur
nýlega sett á markaðinn tvær gerðir af litadýptar-
mælum, af gerðinni LAZ 2300 og LAZ 2500. Þessi
tæki voru kynnt á sýningunni World Fishing ’83 sem
haldinn var í Kaupmannahöfn í júní s.l.
Gerð LAZ 2300 sýnir endurvörpin á 10 tommu lita-
skjá og er hægt að velja um 8 eða 16 liti á endurvörp-
unum. Litirnir tákna styrk endurvarpanna og er lita-
skalinn sýndur samtímis sem lóðrétt súla lengst til
vinstri á skjánum.
Dýptarsvið mælisins er stillanlegt á bilinu 1-999 m
(einnig er val um fet eða faðma sem einingu) en hægt
er að sýna samtímis mynd af hinu innstillta sviði og
stækkaða mynd af þeim hluta sviðsins sem þörf er á
að skoða nánar. Jafnframt þessu má velja botn-
læsingu ef óskað er.
Hægt er að tengja mælinn við bæði botnstykki og
netsjárbúnað en þá er valið á milli þessara tveggja
möguleika með því að þrýsta á hnapp.
Myndhraðinn er stillanlegur í 99 þrepum og er hægt
að fá fram kyrrstæða mynd á skjáinn og varðveita
hana. Á skjánum birtast ýmsar tölulegar upplýsingar
t.d. um dýpi, innstillt dýptarsvið og myndhraða.
Samtímis venjulegri síritandi mynd dýptarmælis er
hægt að hafa eftirtalda myndmöguleika á hluta af
vinstri hlið skjásins:
1. Eldri endurvörp.
2. Fisksjá (A-Scope).
3. Botnharkan ogfiskþéttleikinn (biomass), eru sýnd
sem 2 lóðréttar súlur á vinstri hlið skjásins. Við
súlurnar er kvarði og er hæð hvorrar súlu mæli-
kvarði á viðkomandi stærð þ.e. blá súla lengst til
vinstri táknar botnhörkuna en hægra megin við
hana er græn súla er táknar fiskþéttleikann. Tækið
gefur frá sér hljóðmerki við ákveðna súluhæð en
það mark er stillanlegt fyrir hvora súlu fyrir sig.
|
1. mynd. Honeywell Elac LAZ 2300.
Á fisksjánni er dýpið niður á endurvarpið lesið lóð-
rétt niður skjáinn en endurvarpið kemur fram sem
mismunandi löng lárétt lína á þeim stað. Litur lín-
unnar og lengd eru hvort fyrir sig mælikvarði á styrk
endurvarpsins.
Fiskþéttleikinn er mælikvarði á fjölda fiska í þeim
torfum sem lóðað er á hverju sinni, en hann er
mældur þannig að fjöldi endurvarpa í torfunni er
talinn.
Hægt er að velja um hvort tækið gefur frá sér hljóð-
merki þegar botnharkan vex umfram ákveðið viðvör-
unarmark, sem er stillanlegt, eða hvort hljóðmerkið
kemur þegar botnharkan er meiri en þetta mark og
minnkar niður fyrir það.
Mælinn má fá með 30,50 eða 150 KHZ tíðni og ef
sendiaflið 500 W. Mælirinn er gerður fyrir 12,24 eða
32 V jafnspennu og er aflþörf hans um 50 W.
LAZ 2500 mælirinn er stærra og að sumu leyti full'
komnara tæki heldur en LAZ 2300 en býður þó ekki
að öllu leyti upp á sömu möguleika svo sem t.d. botn-
hörkumæli og fiskþéttleikamæli, sem LAZ 2300
hefur.
Hér verða nú taldir upp nokkrir eiginleikar LAZ
2500 mælisins:
14 tommu litaskjár með möguleika á 4,8 eða 16
litum.
Sendiafl er 450 W eða 1 KW (með sérstökum afl'
magnara má ná 2 KW sendiafli). Hámarks m$0-
svið er 4500 m við 15 KHZ tíðni og 2 KW sendiafl-
554-ÆGIR