Ægir

Volume

Ægir - 01.10.1983, Page 51

Ægir - 01.10.1983, Page 51
Myndmöguleikar skjásins eru sem hér segir: 1. Venjuleg síritandi mynd dýptarmælis, en einnig er hægt að hafa allt dýptarsviðið á efri helmingi skjásins og stækkaða mynd af hluta þess á neðri helmingi skjásins. 2. Fisksjá, en einnig er hægt að hafa allt dýptar- sviðið á efri helmingi skjásins og stækkaða mynd af hluta þess á neðri helmingi skjásins. 3. Netsjármynd, en einnig er hægt að hafa venju- lega mynd dýptarmælis á efri helmingi skjásins en netsjármynd á neðri helmingnum. 4. Fisksjá á vinstri helmingi skjásins samtímis venjulegri síritandi mynd dýptarmæiis á hægri helmingi hans. Einnig má fyrir hvora mynd sýna stækkun af hluta mælisviðsins á neðri helmingi skjásins eins og við möguleika 1 og 2 og verða þá alls 4 myndir á skjánum í senn. Fyrir ofannefnda myndmöguleika má fá fram kyrrstæða mynd á skjáinn til nánari athugunar, einnig má velja um botnlæsingu ef óskað er. Auk þess koma fram á skjáinn ýmsar tölulegar upplýsingar t.d. uminnstilltdýptarsvið og dýpi en einnig eftirfarandi: Ganghraði, ef tækið er tengt við logg. Staðsetning, ef tækið er tengt við Loran C. Sjávarhiti, ef tækið er tengt við hitanema. Upplýsingar frá aflamæli. Við mælinn má tengja aukaskjái, en einnig má taka myndupplýsingarnar upp á myndband ef óskað er. 2. mynd. Honeywell Elac LAZ 2500. Mælirinn er gerður fyrir 12,24 eða 32 V jafn- spennu eða 110, 220 V riðspennu, og er aflþörf hans um 150 W. Samkvæmt upplýsingum frá umboðsaðila hérlend- is, sem er Skiparadíó h.f., er LAZ 2500 mælirinn þegar kominn í þrjú íslensk fiskiskip, þ.e. Ögra RE 72, Vigra RE 71 og Otur GK 5. Verð á mælunum er sem hér segir: Fob verð frá Þýskalandi í þýskum mörkum 9.9 ’83. En einnig umreiknað í ísl.kr. á núgildandi gengi. LAZ2300 9570,-DM 100.470,-ísl. kr. LAZ2500 22172,-DM 232.770,-ísl kr. er tímarit þeirra, sem vilja fylgjast með því helsta, sem er að gerast í sjávarútvegi. ÆGIR-555

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.