Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1986, Síða 26

Ægir - 01.01.1986, Síða 26
Síldarverksmiðjan á Skagaströnd Síldarverksmiðja ríkisins á Skagaströnd setur mikinn svip á kauptúnið, með miklum byggingurp og háum skoráteinum. Verksmiðjan var byggð á nýsköpunarárunum, þegar áætlanir voru uppi um að gera Skagaströnd að stórbæ. Hin myndarlega síldarbræðsla átti ekki sístað vera bakhjarl byggðarinnar. Sorgarsagan Verksmiðjan var sett í gang árið 1947 og var brætt í henni töluvert af síld þá og næsta ár. En úr því varð erfiðara að finna síldina, og hvarf hún um síðir algerlega fyrir Norðurjandi. Hin myndarlegu verksmiðjuhús horfðu daufum augum fram í Húnaflóann, næstu áratugina. Beðið var eftir síldinni sem ekki kom. Tvisvar sinnum hefur verið reynt að koma verksmiðjunni aftur inn í hringiðu silfursins í haf- inu. í fyrra sinnið var síld flutt frá Austfjörðum í stóru flutningaskipi til bræðslu á Skagaströnd. Þetta var eftir að fjörkippur komst í síld- veiðarnar 1960. Ekki hefur þessi tilhögun þótt nógu hagkvæm. í annað sinn var farið af stað með að breyta verksmiðjunni í loðnu- bræðslu, en ofnar hennar voru ekki til þeirrar vinnslu fallnir. Þetta var á árunum 1978-1979 þegar loðnuaflinn var kominn upp undir eina milljón lesta á ári og sárlega vantaði vinnslugetu fyrir Norðurlandi. Tekið var að rutta til tækjum og endurbæta húsnæðið. En loðnan hvarf jafn snögglega og síldin áður, og þar með varð ekki meira úr því. Hins vegar býr verksmiðjan nú að þeim endurbótum sem gerðar voru á húsnæðinu, þegar enn eru uppi áform um breytta notkun verksmiðjunnar á Skagströnd. Viðhaldi og umgengni í verk- smiðjunni er líka greinilega sinnt af samviskusemi, svo tæpast verður við nokkuð líkt í slíkum húsum hér á landi. Besta mjöl sem smakkast getur Síldarverksmiðjan á Skaga- strönd hefur hins vegar ekki staðið verkefnalaus öll þessi ár, þó svo framleiðslugetan hafi sjaldan verið fullnýtt. Verk- smiðjan hefur brætt allan fiskúr- gang sem til hefur fallið á Skaga- strönd. Það hefur verið um 1500- 1 700 tonn af úrgangi undanfarin ár, og framleiðslan um 250-300 tonn af mjöli. Mjölið er allt selt innanlands til skepnufóðurs, aðallega í sveitirnar við Húna- flóa. Bændur fá þar kjarngott fóður fyrir mun ódýrara verð en innfluttan fóðurbæti. Þaðvareftir breytingarnar 1979 sem gæði mjölsins jukust svo mjög, en áður var allt flutt út. Á síðasta ári varð framleiðslan rúm 600 tonn, en þá varfengið hráefni frá Siglufirði til viðbótar við það sem féll til á staðnum. Tilraun meö kolahræru Nú í vetur verður gerð athygl- isverð tilraun í verksmiðjunni á Skagaströnd. Síldarverksmiðjur ríkisins ætla þá að reyna nýja teg- und eldsneytis við bræðsluna. Það er um að ræða kolahræru eða kolasalla, (sem enskir kalla coal- water slurry). Kolahræra er Bygg'mgar Síldarverksmiðju ríkisins á Skagaströnd rísa eins og miðaldakastali á höfninni. 18-ÆGIR

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.