Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1986, Síða 30

Ægir - 01.01.1986, Síða 30
framleiðslugreinum, svo sem um verðlagsmál, upplýsingaöflun og samræmingu. Standa vonir til að slíkt muni styrkja rekstur fyrir- tækjanna og starfsgreinarinnar í heild, Stjórnarformaður samtak- anna er Jón Jónsson á Skaga- strönd. Rækjuvinnslan náð hámarki? Mikill vöxturhefurverið í rækju- iðnaðinum undangengin ár. Margirtelja að hámarki hafi verið náð árið 1984, er aflinn varð 24.400 tonn. Hins vegar er á það bent að vinnsla rækju um borð í skipum muni aukast, en vinnsla ferskrar rækju í landi muni ekki aukast næstu ár. Stærri bátar - bætt tækni Fyrir rækjuvinnsluna á Skaga- strönd sýndi það sig síðastliðið sumar, að litlir bátar, sem eru hefðbundin veiðitæki innfjarðar- rækju, duga ekki til úthafsveiða, nema við bestu skilyrði. Til að koma festu á veiðar úthafsrækju þarf því að fá stærri skip til veið- anna, og þá um leið skip sem geta fryst hluta eða allan aflann um borð, svo úthaldið geti orðið lengra en 4-5 sólarhringar. En það er sá tími sem bátar sem landa ferskri rækju mega vera lengst að veiðum. í vinnslunni sjálfri er sífellt verið að koma upp fullkomnari tækjum. Rækjuvinnslan á Skaga- strönd var fyrst hér á landi til að setja upp bandfrysti, sem laus- frystir rækju, árið 1975. Nú nýlega hefur vinnslan tekið í notkun blástursfrysti til lausfryst- ingar, eins og fullkomnast þykir nú. Þá er verið að koma upp vélum til hráefnisflokkunar fyrir pillunarvélarnar. Er talið að Ekkert íer framhjá vökulum augum kvennanna. þannig muni nýtingin verða meiri í framleiðslunni. Loks er verið að koma uppflokkunarvél fyrirrækj- una eftir frystingu, áður en henni er pakkað. Þannig fást pakkn- ingar fyrir ákveðna stærðar- flokka. Slíkt kerfi þarf líka á að halda nákvæmum vogum, tölvu- stýrðum. Alltvísartil þessaðmat- vælaframleiðsla okkar íslendinga sé á hraðri leið inn í öld tölva og sjálfvirkni, og þar er rækju- vinnslan síður en svo undanskil- in. Eimsalt Hvaleyrarbraut ■ Hafnarfiröi • Sími 52166 22-ÆGIR

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.