Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1986, Síða 37

Ægir - 01.01.1986, Síða 37
jókst aflinn enn. Skrúfuhringur- inn var mikil bót, því togkra ftur- inn varð þá meiri, en hann hafði ekki verið nægur áður." Frystitogarinn Örvar A Skagaströnd eru stórhuga menn, og þeir ákváðu að láta smíða annan togara til viðbótar. Einhverjum ráðamönnum þótti nú nóg um, er 600 manna pláss ætlaði sér slíkt, en það hefur lán- ast hingað til, og það bara vel. Örvar kom til sögunnar árið 1982, frystitogari með vélar til vinnslu og frystingar á botnfiski. Örvar var fyrsti togari sinnar teg- undar hér á landi. Hvernig ætli hafi verið að taka við slíku skipi? „Mér leist nú ekki á þetta íupp- hafi, en það sem bjargaði, varað afköstin um borð urðu helmingi meiri en búið var að spá fyrir um. Og það var fyrst og fremst mann- skapnum að þakka." Áhöfnin telur 24 menn. Skipt er í tvær vaktir, og staðið 6 tíma í einu, en lengur ef vel aflast. Áhöfnin getur afkastað 18—24 tonnum af frystum flökum á sól- arhring, auk þess að sinna veið- unum. - Guðjón tekur fram að það sé þrælavinna, „miklartekjur og mikil vinna". Úthaldið er oftast 17—20 dagar, en örsjaldan lengra en þrjár vikur. Það er langur tími, þegar litið er til þess, hve aðstaða um borð er öll fremur lítil. Vistar- verur skipsverja eru þröngar; há- setar 2-3 í hverri káetu og setu- stofa æðismá. „Skipið þyrfti að vera stærra, segir Guðjón. „Bæði yrðu þá möguleikar betri til vinnslu aflans og eins yrði öll aðstaða fyrir mannskapinn betri en nú er. Hún er allt of þröng." Það er stórkostlegt að sjá þetta Jitla frystihús'' sem sett hefur verið upp á millidekkinu á Örv- ari. Hvernig öllu er fyrirkomið; hausarar, flökunar- og roðfletti- vélar, vigtar, borð og frystitæki, auk venjulegs búnaðar til þvotta og aðgerðar eins og í öðrum tog- urum. Þrengslin eigasérauðvitað þá skýringu að skipið var hugsað sem hefðbundinn togari. „Það eru raunar uppi hug- myndir um að lengja skipið, til að bæta úrþessu, en það erekki fast- ákveðið ennþá, hvað sem verður. “ Guðjón Ebbi Sigtryggsson skipstjóri á Örvari á sínum stað í brúnni, umkringdur mælitækjum og myndskjám. Sá guli sleppur ekki svo auðveldlega framhjá þessum. Um borð í Örvari. Horft úr matsalnum og inn í setustofuna. Aðstaðan um borð er fremurþröng fyrir24 menn, sem þarþurfa að deila sætu ogsúru íalltað þrjár vikur í einu. Ein það stendur til bóta. ÆGIR-29

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.