Ægir - 01.12.1986, Page 10
áhersla á aðrar og fyllri upplýs-
ingar. Úttekt þessi verður kynnt í
sérstakri skýrslu.
Afgreidd voru 28 mál fyrir Fisk-
veiðasjóð á starfsárinu vegna ný-
smíða og kaupa á fiskiskipum er-
lendis frá, breytinga á skipum og
ýmissa úttekta. Auk þess voru
ýmis ráðgjafa- og sérverkefni
unnin fyrir ráðuneyti, stofnanir
og ýmsa aðila.
Vegna hinnar nýju tölvu Fiski-
félagsins hefur deildin veitt
umfangsmikla aðstoð, m.a. við
breytingar á hugbúnaði og sam-
tengingu annarra stofnana við
tölvu Fiskifélagsins.
Mikil vinna hefur verið lögð í
samantekt á handbók um fiski-
leitartæki, sem á að leysa rúm-
lega tuttugu ára gamla handbók
Fiskifélagsins af hólmi. Óhætt er
að segja að verk sem þetta sé
vandasamt og tímafrekt og betur
látið ógert en kasta til þess hönd-
unum. Ekki þarf að fara mörgum
orðum um þá þróun og tækni-
byltingu í fiskileitartækjum, sem
átt hefur sér stað síðustu tvo ára-
tugina, og því Ijóst að bók sem
þessi verður mun viðameiri en
áðurnefnd handbók. Þess er
vænst að bók þessi komi út á
næsta ári.
Fiskræktardeild
Á síðustu 2 árum hefur átt sér
stað mikil uppbygging í fiskeldi
hér á landi. Fjárfestingarlán til
fiskeldisfyrirtækja hafa aldrei
verið meiri en á árinu 1986. Mik-
ill hluti þessara fjárfestingarlána
hefur farið til uppbyggingar seiða-
eldisstöðva.
Margar seiðaeldisstöðvar
treysta á útflutning laxaseiða til
Noregs og írlands. Það er álit sér-
fræðinga að seiðamarkaðir í
þessum löndum geti lokast fyrir-
varalaust, og því er mikil áhætta
tekin með svo örri uppbyggingu
seiðaeldis. Einnig hefur átt sér
stað mikil uppbygging á aðstöðu
til framleiðslu áeldislaxi. Sú upp-
bygging hefur verið mest hjá
svonefndum strandeldisstöðv-
um, sem dæla sjó í eldisker á
landi. Þessi fyrirtæki eru flest
staðsett við suðurströndina á
Reykjanesi og við Þorlákshöfn.
Stærst þessara fyrirtækja er
íslandslax sem getur nú framleitt
500-700 tonn af laxi árlega. Enn
hefur ekki verið sýnt fram á hvort
framleiðsla eldislax með þessum
hætti verður arðbær og er því
horft til þess með mikilli eftir-
væntingu, hvernigtil tekst. Veru-
leg uppbygging hefur einnig
orðið í flotkvíaeldi, en það er
hinn hefðbundni háttur á fram-
leiðslu eldislax erlendis t.d. í
Noregi. Framleiðsla eldislax í
flotkvíum og strandkvíum verður
um 150 tonn á árinu 1986.
Áætlað er að framleiðslan verði
um 1000 tonn á árinu 1987. í haf-
beitarstöðvum voru endur-
heimtur um 60 tonn á þessu ári.
Ef miðað er við nágrannalönd-
in, fer uppbygging fiskeldis seint
af stað hér á landi. Verð á eldis-
laxi fer nú eitthvað lækkandi
vegna aukins framboðs. Því má
búast við að erfitt verði um vik
hjá þeim fyrirtækjum sem hæstan
fjármagnskostnað hafa, að hefja
framleiðslu nú um leið og mark-
aðsverð fer lækkandi.
Aðal verkefni fiskræktardeildar
eru sem fyrrtengd ráðgjöf og upp-
lýsingamiðlun til hinna ýmsu
fiskeldisfyrirtækja. Jafnframt er
unnið að ýmsum nýjum verk-
efnum og vísast í því sambandi til
samantektar Ingimars Jóhanns-
sonar sem hér liggur fyrir.
Yfirlit um starfsemi hagdeildar
Mannabreytingar
A síðasta starfsári urðu nokkrar
mannabreytingar. Kristján Þ.
Halldórsson, tölvunarfræðingur,
lét af störfum eftir að hafa verið í
þjónustu félagsins í rúmt ár. Til
starfa hafa verið ráðnir:
Friðrik F. Friðriksson, hag-
fræðingur. Friðrik kemur í stað
Mjallar Gunnarsdóttur, sem lét af
störfum á síðasta ári. Megin-
710 -ÆGIR