Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.12.1986, Qupperneq 13

Ægir - 01.12.1986, Qupperneq 13
Það verður að segjast eins og er, að eftirsjá er hér í Fiskifélaginu þegar sjóðurinn er lagður niður, þó ekki væri fyrir annað en það, að í gegnum störf sjóðsins voru mikil og góð samskipti við útgerðarmenn og sjómenn vítt um landið. Og svo e.t.v. ekki síður fyrir það, að í raun og veru átti sjóður- inn uppruna sinn að nokkru leyti hér á Fiskiþingi. Upphaf sjóðsins var samkomulag, sem sjómenn og útgerðarmenn gerðu með sér vestur í Bolungarvík árið 1937 um stofnun tryggingasjóðs fiskimanna. Aflatryggingamál voru mikið rædd á Fiskiþingum allt til þess, að árið 1949 voru samþykkt á Alþingi lög um Hlutatrygginga- sjóð. Aðaltalsmaður þessara mála á Fiskiþingum var Einar heitinn Guðfinnsson. Nú seinustu árin voru starfandi þrjár deildir við sjóðinn þ.e. áhafnadeild, verðjöfnunardeild og almenn deild. Almenna deildin er sú deild sem tók við hlutverki „Hluta- tryggingasjóðs" frá árinu 1949. Hennar hlutverk var allar götur frá 1949 til ársins 1984, að bæta aflahluti skipa og áhafna þegar um almennan aflabrest var að ræða. Með öðrum orðum að gera út- gerðarmönnum mögulegtaðgera upp við sína sjómenn i lok vertíð- ar, þótt gæftir og aflabrögð væru léleg. Það var einmitt þetta, sem sjó- menn og útgerðarmenn í Bolung- arvík meintu 1937. Við sem höfum starfað við sjóðinn teljum að þessi starfsemi hafi tekist fremur vel og erum sannfærðir um það, að stundum hafi bótagreiðsluralmennudeild- arinnar komið í veg fyrir vand- ræði og jafnvel byggðaröskun í einstökum verstöðvum. Trúlega gætu einhverjirhérinni samþykkt þetta með okkur. í greinagerð með frumvarpi um skiptaverðmæti og greiðslumiðl- un stendur m.a. að hlutverk al- mennu deildar hafi breyst eða jafnvel horfið með nýrri fiskveiði- stefnu. Eins og hér hefur komið fram, var aðalverkefni almennu deildar að hjálpa þegar aflabrest- ur varð. En eitt er víst, að upp gætu komið aflabrestir hvað sem líður fiskveiðistefnu hvers tíma. Ekki verður fjallað um aðrar deildir sjóðsins hér, en þess óskað að breytingarnar á sjóða- kerfinu takist sem best í fram- kvæmd. Góðir þingfulltrúar. Hér lýkur skýrslu minni um starfsemi Fiskifélags íslands á liðnu starfsári. Ég hvet alla til að kynna sér skýrslur starfsdeilda félagsins, sem fylgja hér með. Stjórnarmönnum þakka ég gott og ánægjulegt samstarf. Fiskifé- lagsmönnum um land allt og starfsfólki félagsins þakka ég ágæta samvinnu og vel unnin störf. ÆGIR - 713
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.