Ægir

Årgang

Ægir - 01.12.1986, Side 15

Ægir - 01.12.1986, Side 15
Einar K. Guðfinnsson: Afkoma sjávarútvegsins Herra þingforseti góöir þing- fulltrúar og gestir. Ær og kýr stjórnmálamanna og hagfræðinga eru meðaltölin. Þegar verið er að vega og meta kaupmáttinn er yfirleitt litið á meðaltalsútkomuna, sama má segja um gengismálin og síðast en ekki síst hag atvinnufyrirtækj- anna. Allir ættu að vita að þó svo að meðaltöl geti verið ágæt til síns brúks segja þau sjaldnast nema hluta hverrar sögu. Þau eru með öðrum orðum ekki nema hálfur sannleikur og það þarf varla í þennan hóp að tíunda hvað hálf- sannleikur í raun og veru er. Til er góð dæmisaga og vinsæl um meðaltölin. Maður nokkur stóð með hægri fótinn í hundrað gráðu heitu vatni, en hinn í vatni við frostmark. Að meðaltali hafði hann það bara ágætt. Líkt má, hygg ég, segja um sjáv- arútveginn. Meðaltalshagfræðing- ur og meðaltalsstjórnmálamaður gætu örugglega fengið það út að þegar á allt væri litið, þá væri afkoman í sjávarútvegi takk bæri- leg. Punktur og búið mál. Það er enginn þörf að kvarta. Mér er hér ætlað að fjalla um afkomu sjávarútvegsins. Um svo margslungið mál væri hægt að flytja langa ræðu. Kjarni málsins er sá að ekkert væri fjær því að lýsa ástandi þess viðurhlutamikla verkefnis en að fara að rekja með- altöl. Satt bestaðsegja þá hygg ég að allar tilraunir til að finna ein- hvern meðaltalspunkt í afkomu sjávarútvegsins gæfu svo alranga mynd, að hún yrði litlu skárri en sú sem við fengum af líðan mannsins með lapparskarnið í brennandi heitu ísköldu vatninu. Þjóðhagsstofnun gerir ráð fyrir því að á þessu ári muni sjávaraf- urðaframleiðslan aukast um 8,5%. Þettaersvipuðaukningog varð í fyrra. Aukninguna má einkanlega rekja til vaxandi bol- fiskafla og meiri rækjuveiði. Loðnuaflinn er áætlaður nokkru minni en í fyrra. Við eðlilegar aðstæður ætti því að ríkja bjartsýni í sjávarút- vegi íslendinga. Það ætti ekki heldur að vera nein þörf að kvarta. Atvinnugrein sem býr við vaxandi framleiðslu og verðmæta- aukningu ætti við eðlilegar rekstr- araðstæður að lifa gósentíð og geta lagt fyrir, til mögru áranna. Þessu er því miður ekki að heilsa, nema að takmörkuðu leyti. Nú er það svo að framleiðsla frystihúsanna hefur verið í mikilli sókn síðustu misserin. Sölufyrir- tækin hafa efnt til mikillar sóknar inn á nýja markaði. Afurðir eins og karfi og ufsi, sem voru nánast bannorð í framleiðslu fyrir tveimurárum, renna nú úteinsog heitar lummur, í allar áttir. Til viðbótar þessu landnámi á nýjum mörkuðum hafa afurðirnar á okkar hefðbundnu mörkuðum stigið í verði. Verðhækkanir á fiski hafa verið mjög umtalsverðar í Bandaríkj- unum. Þetta er þeim mun merki- legra ef litið er til aðstæðna í þessum mikilvægasta markaði okkar. Þar er fyrst til að taka að verðbólga í Bandaríkjunum er nú sáralítil og hefur farið minnk- andi. Til viðbótar þvíað verðlags- þróun vestra er hæg, ríkir offram- boð á fjölmörgum matvælamörk- uðum. Kjúklinga og nautakjöts- birgðir hafa hlaðist upp, líkt og í Efnahagsbandalagsríkjunum, svo mjög raunar, að kjötfjöllin okkar íslensku líkjast helst ómerki- legum hundaþúfum í samanburði við ósköpin. Við slíkar og þvílíkar aðstæður hefði maður haldið að ekki væri vænlegt til sóknar á matvæla- mörkuðunum. Þó skortur sé á fiskmörkuðum, er það engu að síður staðreynd að kjöt er sam- keppnisvara og getur hreinlega komið í stað fisks ef verðmunur- inn verður of mikill. Þrátt fyrir allt þetta þá hefur fiskur hækkað mjög í verði og tel ég að það segi ekki litla sögu um það markaðsstarf sem unnið hefur verið af íslendingum á undanförnum árum í þessum markaðslöndum. En hvað svo sem þessu líður er það staðreynd að afkoma fryst- ÆGIR - 715

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.