Ægir

Volume

Ægir - 01.12.1986, Page 16

Ægir - 01.12.1986, Page 16
ingarinnar er síður en svo góð. Það er ekki venjuiegur búmanns- barlómur, er ég mæli þessi orð. Hér er ég einfaldlega að lýsa ástandi með sömu orðum og Þjóð- hagsstofnun, sem segir í nýjasta ágripi af þjóðarbúskapnum að hagur botnfiskvinnslu sé heldur erfiður. „Þetta stafar fyrst og fremst af þröngri stöðu frystihúsa sem standa víða höllum fæti, vegna lækkunar á gengi banda- ríkjadollars og tapreksturs á liðnum árum. Umtalsverð hækkun fiskverðs erlendis hefur ekki dugað til þess að jafna metin", segir orðrétt í umsögn Þjóðhagsstofnunar. Þegar við lesum þessa umsögn Þjóðhagsstofnunar er þýðingar- mikið að hafa í huga að hún kemst að þessari niðurstöðu út frá sínum eigin talnalegu forsend- um. En þá er líka rétt að minnast þess að hagsmunaaðilarnir, stjórn- endur frystihúsanna, hafa mjög véfengt reikniaðferðir Þjóðhags- stofnunar, eða öllu heldur þær forsendur sem hún gefur sér. Um þau mál sagði Jón Ingvarsson stjórnarformaður Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna orðrétt á aðal- fundi SH 22. maí s.l.: „Ágreiningur hefur verið milli Þjóðhagsstofnunarog hagsmuna- aðila fiskvinnslunnar um það hvert framlagt rekstrar til afskrifta og vaxta þyrfti að vera til að fryst- ingin stæði á sléttu. Þessi ágrein- ingur stafar af því, að Þjóðhags- stofnun reiknar út afurðalána- vextina, en gefur sér ákveðnar forsendur fyrir öðrum fjármagns- liðum án þess að þeir séu sérstak- lega reiknaðir. Til að mæta fjármagnsliðum öðrum en útreiknuðum afurða- lánavöxtum, miðar hún við 3% ávöxtunarkröfu á stofn fastafjár- muna. Endingartími fasteigna reiknar hún með að sé 25 ár, véla og tækja 6-7 ár og flutningstækja 5 ár. Með því að beita þessari aðferð er niðurstaða Þjóðhagsstofnunar sú, að árið 1985 hafi verg hlut- deild fjármagns aðeins þurft að vera 9.7% til þess að frysting hefði verið hallalaus. Þær athugasemdir, sem fisk- vinnslan gerir við þessa reiknings- aðferð Þjóðhagsstofnunar, eru m.a. þessar: Meðallánstími langtímalána sem fiskvinnslan nýtur er mun skemmri en viðmiðun Þjóðhags- stofnunar gerir ráð fyrir. Ekki er gert ráð fyrir vaxta- greiðslum vegna uppsafnaðs taps undanfarinna ára. Af þessum sökum er sýnt að fjármagnskostnaðursé mun hærri en niðurstaða Þjóðhagsstofnunar gerir ráð fyrir. Þá hefur ennfremur verið bent á að við mat á fastafjármunum er beitt annarri aðferð þegar útgerðin á í hlut. Húftryggingar- verð fiskiskipa er lagt til grund- vallar í afkomureikningum útgerðarinnar, en varðandi fisk- vinnsluna er byggt á bókfærðu verði, sem í flestum tilvikum er mun lægra en brunabótamatfast- eigna. Loks er rétt að benda á, að 3% ávöxtunarkrafa er ekki beinlínis í samræmi við þau vaxtakjör, sem fiskvinnslan hefur lengi þurft að sæta. Sem dæmi má nefna, að í dag eru vaxtakjör Fiskveiðasjóðs á fasteignalánum 4% umfram láns- kjaravísitölu. Að vísu hefur Þjóðhagsstofnun viðurkennt í orði kveðnu ýmis þau rök, sem fiskvinnslan hefur fært fram máli sínu til stuðnings, en ekki breytt reikningsaðferð sinni. Samkvæmt athugun er SH gerði s.l. haust þurfti framlag rekstrar til afskrifta og vaxta að vera a.m.k. 13,5% af tekjum til að ná hallalausum rekstri. Mun- urinn á niðurstöðu Þjóðhags- stofnunar og SH var því 3,8%." Það er hins vegar gleðilegt að hagur saltfiskvinnslunnar er nú 716 -ÆGIR

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.