Ægir

Årgang

Ægir - 01.12.1986, Side 23

Ægir - 01.12.1986, Side 23
Nokkur atriði sem bætt geta öryggi hafna Fiskideild Vestmannaeyja leggur til að sett verði reglugerð um öryggi í höfnum landsins og öryggisbúnað þeirra. 1. Neyðarstigar verði á öllum viðleguköntum hafna lands- ins með í mesta lagi 7 til 10 metra millibili, og tryggt verði að þeir nái vel niður fyrir stór- straumsfjöruborð. Stigar þessir verði auðkenndir með því að mála þá skærum litum ennfremur að Ijós verði sett efst við hvern stiga sem sést vel úr sjó og gott hand- fang á bryggjukanti við þá. 2. Alla bryggjukanta og polla ætti að mála skærum og áber- andi litum, ennfremur ætti að auðkenna horn viðlegukanta t.d. með blikkandi Ijósi, en það má ekki líkjast stigaljós- unum. Einnig ætti að hafa handrið á innhornum máluð í sama lit. 3. Bryggjukantar ættu að vera samfelldir og tiltölulega háir t.d. ekki undir 25-30 cm. 4. Setja þyrfti reglur um lýsingu hafna. Greinagerð: Þar sem ekki virðist vera til samræmd reglugerð um öryggi og öryggisbúnað hafna teljum við að henni verði að koma á hið fyrsta. Þó margar bryggjur séu vel upplýstar þá má segja undantekningalaust að Ijósastaurar eru aldrei nær kanti en á miðri þryggju, sem þýðir að í sjónum næst bryggju er oftast kolamyrkur. Ekki ætti að vera erfiðleikum bundið að lýsa þetta svæði upp og e.t.v. væri það hægt að einhverju leyti með stiga- Ijósunum. Eflaust mundu þau koma að notum ef maðurfélli í sjóinn að nóttu til, þá sæi hann strax hvar næsti stigi væri og gæti synt að honum. 5. Bjarghringir og Markúsar- netið ættu að vera á öllum bryggjum landsins ásamt krókstjökum. Búnaði þessum verði komið fyrir með í mesta lagi 60 metra millibili. Allir bjarghringjakassar ættu að vera málaðir þannig að mynd af bjarghring væri á þeim ásamt orðinu Bjarg- hringur, ennfremur þarf að auðkenna Markúsarnetið sér- staklega. 6. í öllum höfnum landsins ætti að vera tæki til að gefa súrefni og blása lífi í menn. Þessi tæki mættu vera staðsett í hafnarbílum þarsem þeireru fyrir hendi, í húsakynnum hafnarvarða eða hafnar- vigtum og í framhaldi af þessu væri nauðsynlegt að kenna öllum þeim sem sjá um hafnir meðferð þessaratækja. Einnig væri æskilegt að starfsmenn hafna sæktu námskeið í skyndihjálp. 7. Allar hafnir landsins ættu að eiga nokkra landganga fyrir þau skip sem þangað koma. 8. Aðeins örfá skip eiga almennilega landganga og margir skipstjórar segja að ekki sé neitt pláss fyrir þá um borð í skipum þeirra, því noti þeir sem þá eiga eingöngu í heimahöfn þar sem þeir eru geymdir milli veiðiferða. Lausn á þessu væri að hafn- irnar sjálfar ættu þessa land- ganga og gætu lánað skip- unum þá þegar þau væru í höfn. Með þessu mundu land- gangarnir nýtast mun beturog fleirum. 9. Það er staðreynd að gæsla við hafnir landsins hefur farið minnkandi á undanförnum árum, í það minnsta er það svo hér í Vestmannaeyjum. Þessu þarf að breyta þannig að gæsla verði stóraukin. Hér í Vestmannaeyjum drukknuðu fjórar manneskjur í höfninni frá sjómannadegi til sjómannadags síðastliðinn, og vitað er að þrem mönnum var bjargað um miðja nótt upp ÆGIR - 723

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.