Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1986, Síða 25

Ægir - 01.12.1986, Síða 25
hún því til sjómanna að þeir not- færi sér þau. 10. Fiskideild Vestmannaeyja fagnar framkomnum reglum Sigl- ingamálastofnunar um skipulag áhafnar í neyðartilfellum um borð í skipum. Öryggismálaskóli S. V. F. I. Fiskideildin í Vestmannaeyjum fer þess á leit, að Fiskiþing og stjórn Fiskifélags Islands knýi á um að nægjanlegt fjármagn verði tryggt til rekstrar Öryggismála- skóla Slysavarnafélagsins. Fiskideild í Vestmanna- eyjum gerir tillögu um að athuguð verði mengunarhætta af völdum asbests sem notað er í skipum sem einangrun utanum pústkerfi og fleira. Fiskiþing og stjórn Fiskifélags íslands sjái um að koma þessari tillögu á fram- færi við rétta aðila og fylgist með að hún verði framkvæmd. Einnigað niðurstöðurathugun- arinnar verði kynntar, t.d. í Ægi eða öðruni fjölmiðlum. Frá Farmanna- og fiskimannasambandi Islands F.F.S.Í. vill eindregið taka undir með Vestmannaeyingum um að hvergi verði slakað á í upp- byggingu Slysavarnaskóla sjó- manna sem er að komast á fastan grunn undir forystu Slysavarna- félags íslands. Um 900 sjómenn hafa þegar notið þessarar fræðslu, öllum til mikils gagns. Þessi fjöldi er um það bil Ve af öllum sjómönnum. Það verður að sjá til þess að þessi öryggis- fræðsla haldi áfram af fullum krafti, betri fjárfestingu fáum við varla tækifæri til að beina fjárveit- ingum í en til slysavarnarmála og ekki síst þar sem slysin eru flest eins og í sjómannsstörfum. Öryggismálin eru enn sem fyrr mikið í umfjöllun og vinnslu. Á vordögum beittu fulltrúar sjó- manna sér fyrir því að fé kæmi til öryggismála úr tryggingasjóði fiskiskipa um leið og hann yrði lagður niður við uppstokkun á sjóðakerfi sjávarútvegsins. Með góðum stuðningi fulltrúa L.Í.Ú. og alþingismanna fengust 12 milljónir teknar frá í öryggis- niálin. Nú nýlega ráðstafaði Hall- dór Ásgrímsson, sjávarútvegsráð- herra 8 milljónum kr. til Slysa- varnarfélags íslands til áfram- haldandi þjálfunar sjómanna og uppbyggingar Slysavarnaskóla. Tvær milljónir kr. voru settar í ýmis önnur mál sem Öryggis- málanefnd sjómanna hefur lagt til. Ríkisvaldið virðist hinsvegar ætla að draga all verulega úr fjár- veitinguni til öryggismála sjó- manna af t'járlögum og þurfum við þar að koma inn með þrýsting á fjárveitinganefnd. Siglingamálastofnun hefur verið að hrinda í framkvæmd ýmsum góðum niálum í örygg- ismálaflokkum og undir forystu siglingamálastjóra Magnúsar jóhannessonar. Má þar meðal annars nefna reglur um bruna- varnarkerfi í skipum, könnun á stöðugleika fiskiskipa og leið- beiningarblaði með sérneyðar- áætlun fyrir hvert skip yfir 100 brl. Bylting hefur átt sér stað í möguleikum sjómanna til þessað hafa samband við fjölskyIdur sínar og nána samstarfsmenn í landi með tilkomu farsímans. Farsíminn leysir þó ekki öryggis- þáttinn í viðskiptum við land né við önnur skip. Farsíminn er ein- göngu gott tæki til þess að létta á strandstöðvum því mikla álagi sem orðið var víða í radíóvið- skiptum við strandstöðvarnar. Fyrirhugað er nefndarstarf um framtíðarfyrirkomulag loftvið- skipta. Eigi verður annað sagt en að ennþá séu mikil umsvif í umræðu og athöfnum í öryggismálunum. Rétt væri að halda samskonar ráðstefnu á næsta ári um örygg- ismál og gert var 21 .-22. septem- ber 1984 og sjá hvað hefur áunn- ist og hvar þurfi við að bæta í öryggismálum og tel ég rétt að við beinum því til Alþingis að slaka hvergi á í stuðningi við öflugt fyrirbyggjandi starf í öryggis- málum sjómanna. EimSalt Ífc Hvaleyrarbraut • Hafnarfiröi • Sími 52166 ÆGIR- 725

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.