Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1986, Síða 27

Ægir - 01.12.1986, Síða 27
Hjörtur Hermannsson: Raforkuverð Orkumál hafa verið mikið í umræðu síðastl iðna mánuði. Hæst ber að sjálfsögðu sú mikla lækkun, sem orðið hefur á olíu og bensíni. Þannig hefur t.d. gasolía lækkað úr um 11.70 kr. per lítra í 6.90 kr. per lítra eða um 42%. Þessi lækkun er sjávarútveginum kærkomin og var löngu orðin nauðsynleg fyrir atvinnuveginn enda var hann að sligast undan þessum óheyrilega kostnaði. Þessi jákvæða breyting á olíu- kostnaði hefur beint athygli manna að því, að nauðsynlegt sé að endurskoða annan orkukostn- að eins og t.d. raforkukostnað fyrirtækja og heimila. Enda verður að telja að slík endur- skoðun sé löngu tímabær. Það er kunnara en frá þurfi að segja að fulltrúar atvinnulífsins í landinu hafa hingað til haft lítið um gjaldskrár raforkufyrirtækjanna að segja. Fyrirtækin í landinu hafa orðið að lúta þeim ákvörð- unum, sem orkufyrirtækin og stjórnvöld hafa ákveðið hverju sinni. Þetta á þó að sjálfsögðu ekki við um stóriðjuverin í land- inu eins og t.d. ISAL, sem náð hefur mjög hagstæðum samning- um við ríkisvaldið, svo sem alkunna er. Hér er breytinga þörf. Það er mikilvægt að sjávarútvegsfyrir- tæki beiti þrýstingi við stjórnvöld og raforkufyrirtækin í þeirri við- leitni að meira tillit verði tekið til sjónarmiða atvinnulífsins í verð- !agn ingu raforkunnar í framtíð- inni. Enda eru fyrirtæki ísjávarút- vegi stórorkukaupendur. Það er í sjálfu sérekki við neinn ákveðinn aðila að sakast að ákvarðanir um raforkutaxta hafa verið á hendi fárra aðila svo til gagnrýnislaust. Aðstæður í þjóð- félaginu sem einkennst hafa at’ efnahagslegu umróti og stórkost- legum erfiðleikum í sjávarútvegi undanfarin ár hafa gert það að verkum, að lítill tími hefur verið aflögu til að sinna ýmsum mikil- vægum málum, eins og t.d. raf- orkuverðskrám. Einnig má það vera Ijóst að það er erfittfyrir leik- menn að setja sig inn í það hvernig raforkutaxtar eru upp- byggðir, enda krefst það tölu- verðrar sérþekkingar á sviði raf- væðingarmála eins og ég mun koma frekar inn á hérá eftir í máli mínu. í megin atriðum er raforku- kerfið þannig byggt upp að Lands- virkjun er orkuframleiðandi, sem selur raforkuveitunum ýmist beint eða í gegnum Rafmagns- veitur ríkisins. Þessar dreifiveitur selja svo notendum rafmagnið. í sumum höfnum er höfnin þriðji liðurinn áður en raforkan er seld notandanum þ.e. útgerðinni. Einnig selur Landsvirkjun stór- iðjuverunum beint og gerir við þau sérsamninga. Að framan- sögðu er Ijóst að leiðir rat'magns- ins geta verið mislangar, eftir því hver á í hlut. Þessar mismunandi dreifileiðir raforkunar í gegnum milliliði vekur einnig að sjálfsögðu spurn- ingar um hvernig þau verðeru til- komin, sem einstakir aðilar greiða fyrir kílówattstundina. Ég mun hér í framhaldi fjalla stuttlega um það misvægi sem er á hinum ýmsu verðtöxtum til not- enda raforkunnar og styðst í þeim efnum m.a. við skýrslu nefndar, sem iðnaðarráðherra skipaði á þessu ári til að kanna raforkuverð til fyrirtækja á sviði iðnaðar og fiskvinnslu, svo og athugunar, á verði raforku til skipa, sem LÍU gerði í samráði við Samband íslenskra rafveitna. í skýrslu iðnaðarráðuneytisins kemur fram að meðalraforkuverð til iðnaðar og fiskvinnslu er 2,77 kr. á kílówattstund. Þetta er lægra verð en skipum er almennt gert að greiða í höfnum landsins, en þar er kílówattstundin seld á yfir 4.00 kr., þótt frá því séu frávik hærri og lægri. Er þá ótalinn ýmis fastur kostnaður. Þess ber að geta að ef um s.k. afltaxta er að ræða er kílówattstundin seld ódýrari (þ.e. hitunartaxti). Miðað við ÆGIR - 727

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.