Ægir - 01.12.1986, Side 29
arðgjöftil ríkisins, Reykjavíkurog
Akureyrar, uppbygging raforku-
kerfisins í heild, svo eitthvað sé
nefnt.
Það hlýtur að vera keppikefli
sjávarútvegsins að orkan í land-
inu verði verðlögð þannig að
samkeppnisstaða fyrirtækja sé
tryggð og verðlagning raforku
taki mið að þessu sjónarmiði auk
annarra þátta, sem Seðlabanka-
stjóri gat um í ræðu sinni og hér
hefur verið getið lítillega.
Einnig má geta þess að með til-
komu virðisaukaskatts verður
einfalt fyrir fyrirtæki að draga
hann frá raforkuverðinu. En hann
mun koma í stað söluskatts, sem
nú er 25%.
Ég hef nú fjallað lauslega um
nokkra þætti, sem vert er að
skoða nánar í sambandi við verð-
ákvarðanir raforku. Af þeim
atriðum, sem ég hef nefnt má Ijóst
vera að nauðsynlegt er að kostn-
aðarskipting raforkunnar verði
tekin til endurskoðunar, og að
fyrirtækin í landinu hafi áhrif á
þá verðþróunarstefnu, sem
mótuð verður.
Ýmislegt mætti annað nefna,
sem gæti orðið til að lækka raf-
orkukostnað almennt og á ég þá
við ýmis hagræðingarátök, sem
nauðsyn ber að framfylgja í fyrir-
tækjum til að bæta nýtingu á orku
svo sem eins og með því að nota
varmadælur þar sem það hentar.
Ég hef nú nefnt nokkur atriði,
sem hafa ber í huga þegar rætt er
um verðlagningu á raforku. Þetta
er málefni, sem samtök atvinnu-
lífsins þurfa að beita sér fyrir að
tekin verði til endurskoðunar,
með það að markmiði að kostn-
aðarskipting við raforkukerfið í
landinu verði sem réttmætust.
Ég þakka góða áheyrn.
Útgerðarmenn
— Útgerðarmenn
LÍNUÁBÓT
No. 210/72 x 18 tommu (extra
sverir fyrir steinbít og keilu).
No. 210/60 x 18 tommu (hefð-
bundin vertíðar stærð).
No. 210/48 x 16 tommu (fyrir
minni báta).
Norsku MUSTAD krókarnir,
nýja gerðin sem er ryðfrí.
No. 6 hefðbundin vertíðarstærð.
No. 7 fyrir minni báta.
No. 8 fyrir smábáta.
No. 7269 fyrir beitingavélar.
No. 5/10 fyrir Lófóten-línu.
ÝSUNET
Girni 0,52 mm (no. 10) 6
tommu möskvi, 36 möskva
djúp, 40 möskva djúp og 50
möskva djúp.
Einnig fyrirliggjandi ufsanet og
þorskanet.
/
^ón ^Asbj ctnsson
ÚTFLUTNINGS- OG HEILDVERZLUN
Grófin 1, Reykjavík,
símar 11747 og 11748.
ÆGIR-729