Ægir

Årgang

Ægir - 01.12.1986, Side 30

Ægir - 01.12.1986, Side 30
Kristján Ásgeirsson: Endurnýjun og viðhald fiskiskipastólsins Þegar endurnýjun fiskiskipa- stólsins ertil umræðu koma mörg sjónarmið til greina. Það skiptir máli hvort horft er á endurnýjun fiskiskipa útfrásjónarhóli iðnrek- enda sem hafa með höndum við- hald og byggingar fiskiskipa eða hvort horft er á málið frá sjónar- hóli stjórnvalda sem hafa í huga hin Iíffræðilegu takmörk fiskiauð- lindanna. Þau markmið iðnrek- enda að hafa jafna vinnu við við- hald og byggingu skipa, geta stangast verulega á við það mark- mið að halda aftur af sókn í fisk- auðlindina svo komið verði í veg fyrir rányrkju. Meginmarkmið í þessu efni ætti að vera það hag- ræna markmið, að fiskiskipastóll- inn sé nógu stór til að fullnýta fiskauðlindirnar, með veiðigetu í sem mestu samræmi við afrakst- ursgetu fiskstofnanna. Hið hag- ræna markmið felur einnig í sér að skipin séu þannig útbúin að þau nái að nýta fiskauðlindina með sem hagkvæmustum hætti, og að afli berist að landi í samræmi við uppbyggingu fiskvinnslustöðva, vinnuafls og markaða. Þetta eru háleit markmið, engu að síður þau markmið sem að mínu mati á að stefna að í öllum aðgerðum í endurnýjun og viðhaldi fiski- skipastólsins. Þess vegna er það nauðsynlegt að meta afrakstursgetu hinna ýmsu fiskstofna og sóknargetu þess fiskiskipastóls sem sækir í þann stofn. Þetta mat á sér stað í dag hvað varðar fiskstofna sem kvótakerfið tekur til og almennt viðurkennt, að sóknargeta núver- andi fiskiskipastóls er meiri en þörf er á, frá Iíffræðilegu sjónar- miði. Þó deilt sé um það kerfi sem kallað er kvótakerfi, þá eru menn nokkuð sammála um, að tak- markalaust frelsi til veiða komi ekki til greina að svo stöddu. En einmitt í þessu felst viðurkenning á því að skipastóllinn er of stór. Þetta á einkum við um þann hluta fiskveiðiflotans, sem stundar bolfiskveiðar, togara og báta. Sé litið til sérgreindra veiða, þ.e. loðnuveiða, síldveiða, hum- arveiða, rækjuveiða, þá eru þessir stofnar að undanskildum rækjustofninum háðar tak- mörkunum á veiði. Fæst bendir til að fleiri skip þurfi til að'fullnýta þessar fisktegundir. Nokkur skip hafa horfið frá hefðbundnum bolfiskveiðum og sækja í rækju. Frjáls aðgangur til rækjuveiða hefur valdið því, að sókn hefur margfaldast. Þarsem lítiðervitað um úthafsrækju sem stendur hefur þessi ásókn liðist. Munu nokkur ný skip hefja veiðar á úthafsrækju á næstunni. Þessi þróun og vöxtur í rækju- veiði sýnir það, að þarsem veiðar eru ekki háðar ströngum tak- mörkunum, má búast við mikilli fjölgun skipa, ofveiði og rán- yrkju. Athuga þarf, hvort frekari fjárfesting í úthafsrækjuveiðum sé þörf áður en áfram er haldið. Um stundarsakir má ætla að endurnýjun skipastólsins verði með þeim hætti, að skip verði gerð rekstrarlega hagkvæmari til að sinna því takmarkaða afla- magni sem veiða má hverju sinni. Að þau geti náð sama afla með minni tilkostnaði, eða aukið tekjur sínar með bættri meðferð og frekari nýtingu sama afla. Skipta má breytingarverkefnuni i tvo flokka. Annarsvegar breyt- ingar sem spara útgerð kostnað og hinsvegar breytingar sem auka tekjur útgerðar. Nokkuð er þegar orðið um breytingaraf þessu tag'- Má þar nefna breytingu á skrúfu- búnaði til að spara orku, breyt- ingu á skut skipa til að gera þau hæfari til togveiða og auka virkan aðverutíma, bætt og betri vinnu- aðstaða með yfirbyggingum skipa o.s.frv. Breytingaráskipum 730 -ÆGIR

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.