Ægir

Årgang

Ægir - 01.12.1986, Side 45

Ægir - 01.12.1986, Side 45
Lúðvík Kristjánsson: íslenzkir sjávarhættir V Bókaútgáfa Menningarsjóðs 1986. 498 bls. í 5. bindi íslenzkra sjávarhátta segir frá veiðum hvals, rostungs og tugls, auk þess sem greint er frá þjóðtrú og getspeki tengdri sjósókn og sjávarháttum. Eins og í öðrum bindum verks- ins er heimildaskrám og mynda- skrám raðað fremst, en þar sem þeim lýkur hefst umfjöllun um hval, hvalveiðar, nýtingu hval- fangs o.s.frv. Fyrsti kafli hvala- þáttar ber yfirskriftina „Fer fiskisaga - flýgur hvalsaga", en það orðtak er komið af því, að fréttir af hvalfangi eða hvalreka þóttu svo mikil tíðindi og góð að þau bárust hraðar en flestar fréttir aðrar. Víst er um það, að allt frá upphafi byggðar í landinu hefur hvalur verið mikið nýttur til manneldis á íslandi og bendir Lúðvík Kristjánsson á það, að þeirri tilgátu hat'i verið varpað fram, að á söguöld, og jafnvel nokkuð fram eftir öldum, hafi hvalkjöts verið neytt meira en annars kjötmetis hér á landi. Hér skal enginn dómur á það lagður, hvort þessi tilgáta fái staðist, en hitt leikur ekki á tvennu, að hval- afurðir voru um aldir veigamikill þáttur í mataræði landsmanna og oft varð hvalreki heilum sveitum til bjargar í harðærum. Hafa ýmis orðtök myndast af þeim happa- feng, sem hvalur þótti og eru sum notuð í daglegu tali enn þann dag í dag, - í yfirfærðri merkingu. I stuttum kafla er brugðið upp sýnishornum af örnefnum dregnum af hval og hvalveiðum, en síðan segir frá heimildum um hval í fornritum, Fornbréfasafni og gömlum lögbókum. Þá greinir frá hvalkomum og hvalveiði, hvalskurði á hvalíjöru, nýtingu hvalfangs og hvalverði, slysum af völdum hvals, hvalaheitum og frá hval í þjóðtrú og leikjum. Af öllu þessu má sjá, að hvalur var um aldir umtalsverður þáttur í fæðuöflun íslendinga. Hval- veiðar voru á hinn bóginn aldrei snar þáttur í bjargræði þjóðarinn- ar, nema þá helst á Vestfjörðum. Vestfirðingar hafa e.t.v. lært eitthvað til hvalveiða af Böskum, en annars var tæknibúnaður landsmanna of lélegur til að þeir gætu veitt stórhveli í stórum stíl, en urðu að mestu að láta sér nægja það sem á fjörur þeirra rak. Frásagnir af hvalveiðum Arn- firðinga og Djúpmanna á öldum áður eru einkar athyglisverðar og sama máli gegnir um ítarlega lýs- ingu á hvalrekum við Norðurland á 18. og 19. öld. Er þar engu við að bæta, þótt vissulega megi spyrja, hvort stutt umgetning um hvalveiðiti Iraunir Friðriks Svendsen á Flateyri hefði átt heima í ritinu. Þær tilraunir voru athyglisverðar, þótt árangur þeirra yrði lítill sem enginn. í sambandi við hvalrekana við Norðurland verður að geta þess, að það kemur illa heim við máltil- finningu mína sem gamals Eyfirð- ings að sagt er (bls. 43) að hvalur hafi sprungið í ís „innarlega á Eyjafirði, nálægtGrenivík". Hygg ínbuflt fiviötjðiteoon lölvujktv öjáunvlja'ttiv 5 ég að í málvitund flestra Eyfirð- inga sé Grenivík utarlega við fjörðinn og fæstir telji sig komna í innri hluta hans, fyrren komiðer inn fyrir Hjalteyri. Að loknum hvalaþætti segir af rostungi og nytjum af honum. Þær voru jafnan miklu minni en hvalnytjar, enda rostungurinn stórum minni skepna og miklu minna af honum við landið. Allt um það mátti ýmislegt gagn hafa af rostungi. Úr húð hans voru gerð reipi og hún var notuð í skipsreiða og jafnvel akkerisfest- ar. Rostungstennur - fílabein norðursins — voru gersemar og úr þeim smíðaðir fagrir gripir, auk þess sem þær þóttu hafa lækninga- mátt. Að lokinni frásögn af rostungi og nytjum af honum greinir frá sjávarfuglanytjum og nær sú umfjöllun yfir tvö hundruð blað- síður. Þar segir fyrst frá fugla- björgum allt í kringum landið, frá nytjum af bjargfugli og aðferðum við öflun þeirra, bjarg- sigi og fyglingu, auk annarra veiðiaðferða, svo sem háfaveiði, snörun, fleka-, grinda- og skot- veiði. Þá er rækilegur kafli um æðarfugl og nytjar af honum. Loks er að geta langs kafla um ÆGIR - 745

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.