Ægir

Årgang

Ægir - 01.12.1986, Side 46

Ægir - 01.12.1986, Side 46
þjóðtrú og getspeki, en þar segir frá margs kyns draumum og fyrir- boðum, trú á þá og ráðningu, varúðum og víti, kreddum og hindurvitnum, huldufólki, tröll- um, göldrum og galdramönnum. Loks er getið marvætta og ókinda. Eins og öðrum bindum fylgir þessu útdráttur á ensku og hefur Jeffrey Cosser þýtt hann. í bókar- lok eru ítarlegar skrár um myndir og muni, atriðisorð, sagnir, orð- tök, málshætti og nöfn. Skrárnar ná yfir öll bindin ogeru bæði ítar- legar og nákvæmar og tekur nafnaskráin ein yfir níutíu blað- síður. Henni fylgir leiðréttinga- skrá fyrir öll bindin og tekur tvær blaðsíður. Síðasti kafli bókarinnar, og um leið þessa mikla verks, ber yfir- skriftina „Við verkalok". Þar gerir höfundur grein fyrir verkinu, en vinna við það hefur, ef allt er talið, staðið á sjötta áratug. Þar segir m.a.: „Mér varð brátt Ijóst, að nauð- synlegt væri aðsetja verkefninu gagnger takmörk, miða aðdrætti einfarið við árabátaöld og allar þær nytjar, sem landsmenn hefðu þá haft úr sjó, af strönd- inni, úreyjumogbjörgum. Enn- fremur að hirða í engu um sam- anburð þeirra efna við aðrar þjóðir. Þaðhlautaðverða verk- efni þeirra, sem síðar kynnu að rannsaka slíkan skyldleika. Loks var auðsætt, að þótt margt mættti sækja í prentuð rit og handrit, hlaut að skipta mestu að bjarga og draga á land fróð- leik, sem fælist í munnlegri geymd þeirra manna, er átt höfðu sitt reynslulíf á sjó og við hann, meðan enn var að mestu treyst á árina og seglið. Með þetta markmið í huga var lagt upp í ferð, sem staðið hefur í hálfa öld, reyndar með frá- tökum." Svo mörg voru þau orð og skyldi enginn láta sér til hugar koma að Lúðvík Kristjánsson hafi ekki náð því markmiði er hann setti sér fyrir hálfri öld. Hann hefur af eljusemi og iðni kannað ótölulegan fjölda ritaðra og prentaðra heimilda, grann- skoðað muni og minjar er við- fangsefni hans tengdust á söfnum víða um land og lagt sig eftir að kynnast af eigin raun hand- brögðum og verksháttum. Vitaskuld má hafa mikla vitn- eskju úr bókum og handritum, en þó er Ijóst, að Sjávarhættirnir væru miklum mun þynnri í roð- inu, ef ekki kæmi einnig til hinn mikli fróðleikur, sem Lúðvík hefur numið af heimildamönnum víða um land. í lokakaflanum birtir hann töflu um aldur þeirra, fjölda og uppruna og er hún stór- fróðleg. Þar kemurfram, aðheim- ildamennirnir voru alls 374, langflestir, eða 207, úr Vestfirð- ingafjórðungi, 52 úr Norðlend- ingafjórðungi, 46 úr Austfirðinga- fjórðungi og 69 úr Sunnlendinga- fjórðungi. Tveir þessara manna voru fæddir á árunum 1845- 1850, 16 á áratugnum 1851- 1860, en langflestir, eða 260 á tímabilinu 1861-1900. Liggur þá í augum uppi, að margir heimilda- mannanna voru komnir á efri ár, sumirorðnirfjörgamlir, er Lúðvík hóf efnisaðdrætti. Sumir þessara manna voru af síðustu kynslóð íslenskra árabátasjómanna og hinir elstu mundu í raun miklu lengra aftur en aldur þeirra segir beinlínis til um. Vinnulag og verkshættir hafa vitaskuld breyst í aldanna rás, en breytingarnar voru hvorki ýkja hraðar né bylt- ingakenndar á fyrri öldum og margir hinna eldri heimilda- manna Lúðvíks ólust upp og störf- uðu með fólki, sem mundi gjörla öndverða 19. öld og gátu því trútt miðlað fróðleik um sjávarhætti og vinnubrögð við sjó á þeim tíma, jafnvel allt aftur á 18. öld. Má þá öllum Ijóst vera, að Lúðvík mátti ekki verða seinni til. Ára- bátaöldin, sem staðið hafði allt frá landnámi, fékk ótrúlega skjótan endi á fyrsta fjórðungi þessarar aldar og um leið varð mikil breyting á starfs- og lífs- háttum við sjóinn. Nú eru þeir orðnir næsta fáir á foldu, sem aflað hafa sér bjargræðis með þeim hætti sem lýster í íslenzkum sjávarháttum, þótt trúlega eimi enn helst eftir af fornum vinnu- brögðum við fuglanytjar. Um efnistök og efnismeðferð höfundar þarf ekki að hafa mörg orð. Hvort tveggja einkennist af mikilli nákvæmni, iðju- og elju- semi, yfirburða þekkingu á við- fangsefninu og mikilli ritfærni. Samning íslenzkra sjávarhátta er mikið afrek og hygg ég að á engan sé hallað þótt fullyrt sé að Lúðvík Kristjánsson sé mestur af- reksmaður núlifandi íslendinga á ritvellinum. Mundi þó engum óljúfara en honum ef gleymdist að geta þáttar hans góðu konu, Helgu Proppé. Hennar hlutur í verkinu er stór - miklu stærri en margan grunar - og reyndar óvíst að verkinu væri lokið, ef hennar hefði ekki notið við. Ekki verður skilist sómasam- lega við Islenzka sjávarhætti, án þess að getið sé hins mikla mynd- efnis, sem verkið prýðir. Teikn- ingar eru fjölmargar, allar hagan- lega gerðar, og sömuleiðis kort og uppdrættir. Mikill fjöldi Ijós- mynda prýðir öll bindin og eru þarbæði gamlarog nýjar myndir. Allar hafa þær heimildagildi og falla vel að textanum. Mér hefur hlotnast sá heiður að skrifa ritfregnir um öll bindi 746 - ÆGIR

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.