Ægir

Volume

Ægir - 01.12.1986, Page 68

Ægir - 01.12.1986, Page 68
Tilkynning frá Fiskveiðasjóði íslands Umsóknir um lán á árinu 1987 og endurnýjun eldri umsókna. Um lánveitingar úr Fiskveiðasjóöi íslands á árinu 1987 hefur eftirfarandi verið ákveðið: 1. Vegna framkvæmda í fiskiðnaði. Engin lán verða veitt til byggingarframkvæmda nema hugsanleg viðbótarlán vegna bygginga, sem áður hafa verið veitt lánsloforð til, eða um sé að ræða sérstakar aðstæður að mati sjóðs- stjórnar. Eftir því sem fjármagn sjóðsins hrekkur til verður lánað til véla, tækja og breytinga, sem hafa í för með sér bættgæði og auknaframleiðni. Framkvæmdir skulu ekki hafnarfyrren lánsloforð Fiskveiðasjóðs liggur fyrir. 2. Vegna endurbóta á fiskiskipum. Eftir því sem fjármagn sjóðsins hrekkur til verður lánað til skipta á aflvél og til tækjakaupa og endurbóta, ef talið er nauðsynlegt og hagkvæmt. Framkvæmdir skulu ekki hafnar fyrr en láns- loforð Fiskveiðasjóðs liggur fyrir. 3. Vegna nýsmíði og innflutnings á fiskiskipum. Flugsanlega verða einhver lán veitt til nýsmíði og innflutnings á fiskiskipum, þó eingöngu ef skip með sambærilega aflamöguleika er úrelt, selt úr landi eða strikað út af skipaskrá af öðrum ástæðum. Flámarkslán er 65% vegna nýsmíði innanlands, en 60% vegna nýsmíði erlendis eða innflutnings. Engin lán verða veittvegna nýsmíði eða innflutnings báta undir 10 rúmlest- um. 4. Endurnýjun umsókna. Allar umsóknir vegna óafgreiddra lána þarf að endurnýja. Gera þarf nákvæma grein fyrir hvernig þær framkvæmdir standa sem lánsloforð hefur verið veitt til. 5. Hækkun lánsloforða. Mikilvægt er að lánsumsóknir séu nákvæmar og verk tæmandi talin. Sérstök athygli er vakin á því að lánsloforð verða ekki hækkuð vegna viðbótarframkvæmda, nema Ijóst sé að umsækj- andi hafi ekki getað séð hækkunina fyrir og hækkunin hafi verið samþykkt af sjóðnum áður en viðbótarframkvæmdir hófust. 6. Umsóknarfrestur. Umsóknarfrestur er til 15. janúar 1987. 7. Almennt. Umsóknum um lán skal skila á þartil gerðum eyðublöðum, ásamt þeim gögnum og upplýsing- um, sem þar er getið, að öðrum kosti verður umsókn ekki tekin til greina (eyðublöð fást á skrif- stofu Fiskveiðasjóðs íslands, Austurstræti 19, Reykjavík, svo og í ýmsum bönkum og spari- sjóðum utan Reykjavíkur). Umsóknir er berast eftir tilskilinn umsóknarfrest verða ekki teknar til greina við lánveitingar á árinu 1987 nema um sé að ræða ófyrirséð óhöpp. Reykjavík, 28. nóvember 1986 Fiskveiðasjóður íslands. 768 - ÆGIR

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.