Ægir - 01.01.1992, Page 48
40
ÆGIR
1/92
Vilhelmína Vilhelmsdóttir og dr. Jakob Magnússon:
Búrfiskur
Er hér um áhugaverða nýja tegund
fyrir fiskveiðar okkar að ræða?
Á árinu 1991 var búrfiskur
(Hoplostethus atlanticus’) mjög til
umræðu, þegar af honum veidd-
ust nokkur tonn í fyrsta sinn hér
við land. Búrfiskurinn er þó engan
veginn ný tegund við landið. En
fram til þess tíma höfðu aðeins
veiðst einstaka fiskar og tegundin
því talin með sjáldséðum fiskum
hér við land. Búrfiskur veiddist í
fyrsta sinn við ísland svo vitað sé,
í Öræfagrunnshallanum árið
1949. Síðan þá hafa fengist all
margir fiskar undan Suð-vestur og
Suðurströndinni allt niður á um
1100 m dýpi.
Þegar b/v Klakkur frá Vestmanna-
eyjum landaði búrfiski í tonna tali
') Hoplostethus atlanticus og Hoplost-
ethus islandicus er sama tegundin.
(t.d. 40 tonnum í október 1991)
var það kannski ekki fyrst og
fremst sú staðreynd, að farið var
að veiða „sjaldgæfan" fisk í tonna
tali, heldur hitt að hann reyndist í
háum gæðaflokki og fyrir hann
fékkst gott verð á markaði erlend-
is. Hingað til, er það aðeins þessi
eini togari, eftir því sem best er
vitað, sem hefur veitt þennan fisk
á mög takmörkuðu svæði. Spurn-
ingin sem vaknar er auðvitað sú,
hvort það séu önnur svæði við
ísland þar sem búrfiskur safnast
saman, og þá í hve miklum mæli?
Það verður vikið að þessu seinna í
greininni, en fyrst er rétt að líta á
hinar miklu búrfiskveiðar við
Nýja-Sjáland og Ástralíu.
Veiðar í Kyrrahafi
í upphafi áttunda áratugarins
lönduðu nýsjálenskir togarar
árlega nokkrum hundruðum tonna
af búrfiski sem aukaafla við aðrar
veiðar. En það var ekki fyrr en í
upphafi níunda áratugarins að
þessi tegund varð verulega áhuga-
verð fyrir fiskveiðar þeirra. Það var
árið 1982 að tveir fyrrverandi
breskir frystitogarar tilkynntu um
60-70 tonna dagveiði af búrfiski
á 500—560 fm dýpi. Þegar árið
eftir var búrfiskurinn orðin ein af
aðaltegundunum í fiskveiðum
Nýsjálendinga og ársaflinn jókst
hratt. Árið 1986 var hann t.d. orð-
inn 47000 tonn. Búrfiskveiðarnar
voru m.a. kallaðar „gullnáman í
fiskiðnaði Nýja-Sjálands". Árið
1987 var búrfiskurinn orðinn
mikilvægasta fisktegundin í
útflutningi Nýja-Sjálands (97
millj. dollarar).