Ægir - 01.01.1992, Síða 49
1/92
Það var þegar árið 1985 ákveð-
inn hámarksafli í varúðarskyni
sem nam 46000 tonna ársafla fyrir
árin 1985 og 1986. Þessi há-
marksafli var fljótlega aukinn um
13.000 tonn, í 59000 tonn fyrir
1987. En þá þegar var farið að
bera á minnkandi afla. Árið 1989
var ársaflinn kominn niður í
41000 tonn og hámarksafli fyrir
árin 1990/1991 var ákveðinn um
24000 tonn.
Ástralir hófu veiðar á búrfiski
árið 1982 í kjölfar þess að rann-
sóknaskipið „Challenger" fékk
álitlega veiði í desember 1981.
Þangað til höfðu þeir flutt inn búr-
fisk frá Nýja-Sjálandi. En veru*
legur skriður kom ekki á veiðar
Ástralíumanna fyrr en 1986 eftir
að búrfisksvæði fundust undan
Norðvesturströnd Tasmaníu. I
kjölfarið fundust nokkur fleiri
veiðisvæði undan norðaustur og
suðvestur Tasmaníu og í Stóraflóa.
Ársaflinn jókst úr 400 tonnum fyrir
1986 í 4600 tonn árið 1986. Árið
1988 var ársaflinn kominn í 6400
tonn. í apríl 1989 fundust stór
hrygningasvæði austur af Tasm-
aníu og ársaflinn 1989 rauk upp í
36000 tonn. Þar með varð búrfisk-
urinn mikilvægasti bolfiskur
Astralíu. Af reynslu Nýsjálendinga
var Ijóst, að stjórnun veiðanna
væri nauðsynleg. Hrygningasvæð-
'nu var lokað fyrir veiðum tíma-
bundið frá ágúst 1989 til apríl
1990. Leyfður hámarksafli var
settur 31000 tonn fyrir 1990 og
lækkaður niður í 24000 tonn fyrir
árið 1991.
Uppgötvun hrygningasvæðanna
1989 A af Tasmaníu breytti eðli
áströlsku búrfiskveiðanna. Þangað
til höfðu veiðar Ástrala byggst á
toörgum minni svæðum þar sem
búrfiskur safnaðist saman að
sumar- og haustlagi. Nýsjálend-
lngar veiddu hinsvegar búrfiskinn
aðallega á veturna þegar hann
hafði safnast saman til hrygningar.
Það var líka auðveldara að áætla
ÆGIR_________________
veiðina því gotstöðvarnar eru þær
sömu í svæði og tíma ár eftir ár.
Öðru máli gegnir með smábletti
hér og þar, þar sem fiskur safnast
saman annað slagið og ekki ávallt
á vísan að róa.
Rannsóknir í Kyrrahafi
Rannsóknir á búrfiski hófust
löngu áður en farið var að veiða
hann í stórum stíl. Framlag til
þeirra var stóraukið þegar veiðar
hófust fyrir alvöru og voru studdar
af fiskiðnaðinum, sem hafði aug-
Ijósra hagsmuna að gæta í að við-
halda þessum mikilvæga stofni.
Ástralíumenn nutu góðs af rann-
sóknum Nýsjálendinga sem voru
vel á veg komnar þegar Ástralir
tóku til við rannsóknir af fullum
krafti árið 1987. Var áríðandi að
meta stærð búrfisksstofnsins við
Ástralíu til þess að geta ákveðið
hámarksafla fyrir veiðarnar sem
byggður væri á þekkingu á líffræði
tegundarinnar, vaxtarhraða og
aldri, nýliðun o.s.frv. Rannsóknir
á búrfiski virðast vera sérstaklega
erfiðar. Það hefur t.d. ekki náðst
nein eining um aldurinn. Ýmsar
aðferðir til að greina aldur hafa
verið reyndar, en engin þeirra
hefur verið sannreynd ennþá. Við
ákvörðun leyfislegs hámarksafla
hafa Nýsjálendingar gert ráð fyrir
náttúrulegum dauða og stuðst við
stofnmat byggt á rannsóknatogum
en óháð veiðum. Ástralíumenn
kusu heldur að fara eftir bergmáls-
mælingum og mati á eggjafjölda.
Þau fjölmörgu vandamál, sem
tengjast þessum aðferðum urðu
ekki yfirunnin í einu vetvangi.
Þannig var t.d. endurvarpsstuðull
búrfisks óviss, því fiskinn vantar
loftfylltan sundmaga. Daglega
framleiðslu eggja var ekki hægt að
meta, því þróunarstig þeirra voru
ekki þekkt. Tillögur, sem studdust
við þessar rannsóknir, þ.e. um
3000 tonna hámarksafla voru því
vafasamar, en bentu þó til þess að
41
fyrri tölur um leyfilegan hámarks-
afla væru örugglega of háar.
Fiskifræðingar í báðum löndunum
komust að þeirri niðurstöðu, að
búrfiskur virðist vera hægvaxta,
lifa lengi, hafa litla framleiðni
eggja og þar af leiðandi slaka
nýliðun.
Þess vegna er þessari tegund
stórhætt við ofveiði. Það var brýnt
að setja á hámarksafla þótt hann
væri meira og minna byggður á til-
gátum, til þess að vernda stofninn.
Menn voru sammála um að á
meðan að ekki lægi fyrir áreiðan-
legt mat á stofnstærð yrðu veið-
arnar að hlýta strangri stjórnun
eins og t.d. tímabundinni lokun
hrygningasvæða. Það myndi vera
betra en að skaða þessa auðlind,
til lengri tíma litið.
Margvísleg vandamál önnur en
líffræðileg risu, þegar hinn mikli
óvænti búrfiskafli barst á land.
Fiskur fór í súginn, lélegri gæði,
lægra verð, vinnslustöðvar voru of
fáar og kæli- og frystigeymslur
ekki nægjanlegar. Á öllum
þessum vandamálum þurfti einnig
að taka. Eitt skrefið í að leysa þessi
vandamál var að breyta kvótakerfi
með því að leyfa framsal kvóta.
Samantekt á líffræðilegum
upplýsingum
Síðastliðin 10-15 ár hefur
miklum gögnum um búrfisk verið
safnað á hafsvæðunum við Nýja-
Sjáland og Ástralíu. Þessi tegund
er algeng í landgrunnshallanum á
ca 700-1200 m dýpi en hann er
þéttastur í um 900 m dýpi á þeim
slóðum. Sjávarhitinn þar sem
búrfiskurinn veiðist er 4-9°C við
Ástralíu en 4-6°C við Nýja-
Sjáland. Enda þótt almennt megi
segja að þúrfiskur safnist einkum
saman í neðansjávarfjalllendi, þá
er hann þéttastan að finna utan í
stökum tindum sem geta stundum
risið hundruð metra upp frá ca
1000 metra dýpi. Flatarmál slíkra
svæða er oft frekar takmarkað.