Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1993, Blaðsíða 8

Ægir - 01.12.1993, Blaðsíða 8
Frá námskeiði um borð í Sœbjörgu. Skipið er orðið gamalt og lúið og einungis hreyft yfir sumarmánuðina þar sem það lœtur illa að stjóm. fá lögskráningu á skip. Aö þremur árum liðnum á enginn aö fá lögskrán- ingu nema hann hafi komið hér á námskeið. Að mínu mati er sá galli á frumvarpinu að þar er ekki gert ráð fyrir því að sjómenn sæki framhalds- og upprifjunarnámskeið. Slíkt væri mjög í samræmi við það sem að er stefnt víða erlendis. Þannig er til að mynda fyrirkomulagið hjá starfs- mönnum olíuborpallanna í Norður- sjó." Sjómenn og flugmenn „Og svo ég víki aftur að samlíking- unni við flugið, þá er lögð mikil áhersla á endurmenntun flugmanna. Ég bendi oft á að flug og sjómennska eru mjög hliðstæð störf. Það munar hraðanum. í þessum tveimur starfs- greinum þarf að gæta hliðstæðra ör- yggisreglna og krafna. Hins vegar hafa menn hér á landi litið á sjómennsku sem lítið og löðurmannlegt starf, eins og ég gat um í upphafi, og sjálfsagt er það hluti skýringarinnar á því hve ör- yggismálin hafa verið látin sitja á hak- anum." Skólinn þarf nýtt skip „Slysavamaskólinn stendur á tíma- mótum um þessar mundir. Sæbjörgin er orðin gamalt skip og gömul skip þurfa mikið viðhald eins og menn 506 ÆGIR DESEMBER 1993

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.