Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1993, Blaðsíða 23

Ægir - 01.12.1993, Blaðsíða 23
MKVÆMD KVÓTAKERFISINS reglugerðarlokun til þess að koma í veg fyrir veiðar á ungfiski, sé ákveðið fyrirfram að reglugerð um lokun gildi eigi lengur en einn mánuð í senn og falli þá úr gildi nema því aðeins að fram hafi farið athugun sem sýni að enn sé mikið af ungfiski á svæðinu. Veiðiheimildir 52. Fiskiþing samþykkir að veiðiheimildir skuli bundnar fiski- skipum. Kvótakerfiö Þingið mótmælir núverandi framkvæmd á kvótakerfinu sem ýti undir brask með aflaheimildir. í greinargerð með þessari ályktun segir að ljóst sé að mikil óánægja sé meðal sjómanna með kaup og sölu á aflaheimildum og þá sér- staklega hvernig sjómenn séu látn- ir taka þátt í slíkum kaupum. Þá segir ennfremur í greinargerbinni að óeölilegt sé talið að einstakar útgeröir geti hagnast verulega á sölu aflaheimilda. í núverandi framkvæmd ríki nánast frumskóg- arlögmálið eitt í þessum við- skiptum. Reglugerðarlokanir 52. Fiskiþing samþykkir að beina því til sjávarútvegsráðherra ab gætt verði jafnræðis milli skipa þegar um er að ræða einstakar reglugerðarlokanir á veiðisvæðum. í þessu sambandi bendir þingið á lokun veiöisvæöa vegna úthafs- rækjuveiða. Felldar eða vísað frá Á Fiskiþingi voru nokkrar tillög- ur ennfremur ræddar en síðan felldar eba aö þeim var vísað frá. í þeirra hópi var tillaga um veiðistýringu báta undir tíu tonn- um með aflaheimild. Tillagan gerði ráð fyrir að þessir bátar gætu fengið heimild til handfæra- og línuveiða í júlí og ágúst uns 25 tonna heildarafla á fiskveiðiárinu væri náð, enda hefðu þeir fiskað sjálfir upp í aflaheimildir sínar og ekki selt frá sér kvóta. Tillagan var felld með sextán atkvæöum gegn fjórtán. Þá var felld með tólf atkvæðum gegn tíu tillaga um frjálsa sókn í þær fisktegundir þar sem ekki væri útlit fyrir ab veiddist upp í leyfileg- an heildarkvóta af ýsu, ufsa, skar- kola, úthafsrækju og loðnu. Tillaga um að beina því til Al- þingis að það setji lög um að allur ferskur fiskur færi um fiskmarkaði féll á jöfnum atkvæöum, tólf gegn tólf. Ennfremur var felld með sextán atkvæðum gegn tíu tillaga um framsal leigukvóta. Hún gerbi ráð fyrir að heimild til framsals yrbi af- numin nema þegar um væri að ræða jöfn skipti á kvóta milli skipa. Tillaga frá Jónasi Haraldssyni og Gísla Svan Einarssyni um að þing- ið styddi núverandi aflamarkskerfi og frjálsan framsalsrétt á aflaheim- ildum var afgreidd með frávísunar- tillögu sem samþykkt var meb átján atkvæðum gegn fjórum. Tillögur um úreldingu fiskiskipa og þorska- og ýsunet komu ekki til afgreiðslu. Nokkrum tillögum er varða stjórn fiskveiða var síðan vís- að til stjórnar Fiskifélags íslands. □ REYTINGUR Lýsi gegn ýmsum sjúkdómum Dönsk rannsókn leiöir í ljós ab lýsi linar þjáningar liðagigtarsjúklinga. Rannsóknin fór fram á sjúkrahúsi í Árósum. Niðurstööurnar benda einnig til þess að lýsi hafi gób áhrif á þá sem þjást af slitgigt. Það eru fjölómettuðu fitusýrurnar í lýsinu sem hafa þessi já- kvæðu áhrif. Menn hafa þóst þess fullvissir að lýsi dragi úr kólestrólinnihaldi í blóbi og nú hafa einnig komið fram vísbendingar um að lýsi hafi góð áhrif á þá sem þjást af psoriasis, astma og mígreni. Saman- burðarrannsóknir leiða í ljós að tuttugu sinnum fleiri Danir fá psoriasis en Grænlendingar og hvað varðar astma eru hlutföllin einn á móti 25. Ennfremur fá tíu sinnum fleiri Danir hjartaáfall en Grænlendingar. Þessar niðurstöður þykja stybja kenninguna um holl- ustu fisklýsis, en Grænlendingar neyta mun meira fiskmetis og lýsis en Danir. Havfiskaren ÆGIR DESEMBER 1993 521

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.