Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1993, Blaðsíða 32

Ægir - 01.12.1993, Blaðsíða 32
MARKMIÐIÐ: UPPLÝSINGAR, FR Nýjungar á nœsta ári Ægir hefur tekið miklum stakka- skiptum á þessu ári sem senn líður í aldanna skaut. Vonandi hafa flestar breytingar vetið til bóta, en við sem að útgáfu blaðsins stöndum vitum að alltaf má og þarf að gera betur. Því langar mig að nefna fáein atriði í útgáfu blaðsins á næsta ári. í undirbúningi er að stórauka Út- vegstölurnar með því að bæta við afla allra báta í hverjum mánuði. Reiknað er með að í febrúarheftinu verði að finna þessar tölur fyrir janúar. Annað talnaefni er í undirbúningi og má þar helst nefna verð á fiskmörkuðum og upplýsingar um heimsafla. Nú hefur verið tekin upp sú nýjung að bjóða viðskiptavinum blaðsins að senda þeim Útvegstölurnar á faxi í hverjum mánuöi um leið og þær liggja fyrir. Síðurnar sem þannig eru sendar eru 6-8 og innihalda þann hluta bráðabirgðatalna Fiskifélagsins sem fyrirtæki landsins þurfa að fá sem ferskastar. Þessi þjónusta hefur mælst vel fyrir, enda kostar ársáskrift að henni aðeins 7500 krónur (+ vsk.). Aukin fjölbreytni Af öðru efni Ægis má nefna að um- fjöllun um tæknimál verður aukin smátt og smátt, enda er áhugi á því efni mikill meðal áskrifenda Ægis. í ríkari mæli verða sérfræðingar fengnir til að skrifa um sín sérsvið, um fiskifræði, hagfræði og önnur fræði sem tengjast sjávarútveginum. Lögð verður áhersla á lipra og mynd- ræna framsetningu. Loks má nefna að hafinn er undir- búningur að öðru aukablaði sem fylgja mun Ægi og hefur fengið vinnuheitið Frívaktin. í því verður afþreyingarefni, svo sem kross- og myndagátur, brids- og skákþrautir auk annars skemmti- efnis. Þetta er fyrirhugað til að menn geti haft aukna skemmtun af Ægi, auk Nýjungar í veibarfæragerb / KOS með nýtt snurvoðartóg Framleiðir rœkjutroll til notkunar á Nýja-Sjálandi í samvinnu við Hampiðjuna Kristján Ó. Skagfjörö selur nú nýtt snurvoðartóg sem fengiö hefur góðar móttökur í Dan- mörku og annars stabar á Norb- urlöndum. Framleibandi tógsins er Randers Reb A/S í Danmörku, en fyrirtækib hefur í samvinnu vib norskan fiberframleiöanda endurbætt þriggja þátta Dan- line/Superflex tógib. Þaö er nú til í stærbum frá 8^0 mm. 530 ÆGIR DESEMBER 1993 Nýtt tóg þróaö hérlendis Þá hefur Randers Reb A/S hann- að nýtt fjórþætt snurvoðartóg í samvinnu við veiðarfæradeild KÓS og útgerðarfyrirtækið Árnes hf. í Þorlákshöfn. Tógið, sem er sam- blanda af Danline-tógi og stálþráð- um, er nú notað af mörgum ís- lenskum bátum og hefur reynst mjög vel við erfið skilyrði. Þá er það einnig notað um borð í dönskum og skoskum bátum og eru fyrstu viðbrögð mjög jákvæð. í samsetn- ingu nýja snurvoðartógsins er lögð sérstök áhersla á mikinn brot- og slitstyrk. Fjórþætta snurvoðartógið er mikið notað við strendur íslands, Noregs og Skotlands og er í mikilli sókn við vesturströnd Danmerkur. Rœkjutroll til Nýja-Sjálands Netagerð Kristjáns Ó. Skagfjörð

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.