Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1993, Blaðsíða 16

Ægir - 01.12.1993, Blaðsíða 16
Smíðakennslan er grund- vallaratriöi - Stundum hafa þær raddir heyrst að flytja mætti smíbarnar út úr skólanum og kenna þær annars staðar. „Það er stórt grundvallaratriði ab smíðakennslan verði áfram hér í skólanum. Til að mynda gera al- þjóðareglur nauðsynlegt að svo verði, auk þess sem erfitt getur orð- ið að tala um stýrt viðhald og margt fleira ef smíða- og viðgeröa- þátturinn er ekki inni í myndinni. Þetta er svo samofið. Við verðum að geta boðið upp á alla áfanga vélstjóranámsins hér í þessum skóla. Það er algjört grundvallarat- riði. Eftir sem áður reynum viö samt að meta allt smíðanám inn í skólann eftir því sem það fellur að okkar námi, eins og við gerum með allt annað nám." Rífandi þróun - Nú virðist enginn sjá fyrir endann á þróun tækninnar. Hvernig sérð þú fyrir þér þróun þessa skóla næsta áratuginn? „Það er auðsætt að ákveðnar greinar eru í rífandi þróun. Aðrar standa nokkurn veginn í stað. Tök- um vatnsaflsvélina sem dæmi. Vatnsvélin hefur nánast verið eins allt frá aldamótum og öll fræðin í kringum hana eru hin sömu. Hún virðist ekki munu þróast mikið meira nema hvað einingarnar hafa stækkað. Hins vegar er allur stýri- búnaður, öll rafeindatækni og þvíumlíkt í mikilli þróun. Þá virð- ist dísilvélin alltaf vera í þróun. Hún er má segja hornsteinninn í tæknimenntun skólans." Auknar upplýsingar auðvelda vióhald „Það er mjög erfitt að spá fyrir um hvað gerist. Ég sé þó fyrir mér að öll stýritækni, tölvu- og raf- eindatækni muni halda áfram að þróast. Maður er sífellt að fá meira og meira af upplýsingum úr véla- kerfunum sem gerir manni auð- veldara að skipuleggja viðgerðir og viðhald og bæta reksturinn. Þetta er það sem nefnt er ástandsstýrt viðhald." Tregða hjá fyrirtœkjum að senda starfsmenn á námskeið Vélskóli íslands hefur lagt rækt við endurmenntunarnámskeið sem gerir starfandi vélstjórum kleift að fylgjast með nýjungum og örum tæknibreytingum. Hvernig eru þau sótt? „íslensk fyrirtæki virðast ekki viljug að senda starfsmenn sína á námskeið. Menn neyðast til þess ab sækja námskeiðin í frítíma sín- um og borga fyrir þau sjálfir. Þetta er ólíkt því sem tíðkast víða í ná- grannalöndunum, til að mynda í Danmörku. Dönsk fyrirtæki sjá sér mikinn hag í því að starfsmenn vibhaldi og auki við þekkingu sína. Þau eru mjög viljug að senda stóra hópa manna á námskeið og hafa jafnvel áhrif á það sem kennt er. Hér er þessu öfugt farið og því miður kemur það oft fyrir ab vib verðum að aflýsa námskeiðum vegna dræmrar þátttöku." □ REYTINGUR EB stjórnar hárskurðinum „Starfsmenn í fiskiönaði skulu framvegis láta skera hár sitt á viðeigandi hátt," segir í nýjasta tölublaði EB-frétta, sem gefið er út í höfuðstöðvum Evrópu- bandalagsins í Brussell. í blaöinu er ekki nánar út- skýrt hvað við er átt meb tilskipuninni, eða hvernig sú hárklipping lítur út sem fullnægir kröfum Evrópu- bandalagsins. Ný laxeldiskreppa í Noregi Nú bendir allt til þess að ný kreppa í laxeldi sé í uppsiglingu í Noregi. Gífurleg offramleiðsla á sér stað og birgðir hlabast upp. Aukin framleiðsla stafar með- al annars af framförum í eldistækni, fisksjúkdóma- fræði og síbast en ekki síst mikilli bjartsýni sem ríkt hefur í röðum eldismanna undanfarin misseri. Aætl- ab er ab framleiðsla þessa árs muni nema um 180 þúsund tonnum og spáð er að hún verði 190 til 220 þúsund tonn á því næsta. Verð á mörkuðum hefur hruniö undanfarna mánuði vegna rnikils frambobs. Yrkesfiskaren 514 ÆGIR DESEMBER 1993

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.