Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1993, Blaðsíða 39

Ægir - 01.12.1993, Blaðsíða 39
urlandi voru strengdir vírar til þess að verjast ísreki; 14. febrúar var hvíta- bjarnarhúnn felldur í Haganesvík í Fljótum. Við lok þessa sama vetrar, hinn 10. apríl 1988, rakst Akureyrar- togarinn Þorsteinn á ísspöng í Reykja- fjarðarál þegar verið var að taka inn trollið upp úr miðnætti í 8 vindstig- um, þungum sjó og ísreki. Togarinn stöðvaðist við áreksturinn og fékk þá belginn af vörpunni í skrúfuna. Skipið varð þar með stjórnvana og hraktist meðfram ísspönginni sem hjó gat á stjórnborðshorn togarans. Verulegur leki kom að Þorsteini og um tíma var skipið mjög hætt komið þar til hjálp barst frá öörum togara, Arnari frá Skagaströnd. Þyrla Landhelgisgæsl- unnar var send af stað frá Reykjavík og flaug 235 sjómílna leið meðfram ströndinni við erfiðar aðstæður og tók fjóra skipverja frá borði þegar útlitið var sem verst. Yfirísing Hættulegustu áhrif fimbulkulda sem oftast fylgir hafísnum eru þó yfir- ísing skipa. Yfirísing hefur iðulega valdið geig- vænlegum slysum. Enn er í minni höfð frækileg bar- átta áhafnar Reykjavíkurtogarans Þor- kels mána sem bjargaði skipi sínu og lífi með miklu harðfylgi við að brjóta ísinn sem hafði safnast á skipið á Ný- fundnalandsmiðun í febrúarmánuði árið 1959. Þar mátti ekki miklu muna að illa færi og enginn yrði til frásagn- ar. Veður var norðvestan ofsaveður, 11 vindstig, hafrót (sjór 10 skv. dagbók skipsins), frost og blindbylur. Þorkell máni var dísiltogari, 722 brúttórúmlestir að stærð, og hafði fengið fullfermi þegar þetta mann- drápsveður skall á. Frá því um miðjan dag (kl. um 3 síðdegis), laugardaginn 7. febrúar fram til kl. 5 um morgun- inn þriðjudaginn 10. febrúar, eða í tæpar 62 klukkustundir hélt Þorkell máni upp í veðrið. Allan þennan tíma hlóð skipið á sig ís og hallaðist oft hættulega mikið ýmist á bakborða eða stjórnborða. Þegar Þorkell máni lagð- ist mest vatnaði upp undir hliðar- glugga á stjórnpalli. Skipverjar börðu klaka af skipinu úr framreiða, á hval- baki, stjórnpalli og bátaþilfari mestan hluta þessa tíma. Bátsuglur á bátaþilfari voru log- skornar af og var davíðunum ásamt báðum björgunarbátum skipsins, sem voru þá þungir trébátar á bátaþilfari, rutt fyrir borð. Þessi aðgerð mun vafa- laust hafa haft úrslitaáhrif til þess ab létta yfirþunga íssins af og hefur sennilega bjargað skipinu. Eftir þetta vebur, sjóslys og erfið- leika íslensku togaranna á Nýfundna- landsmiðum, var öryggisreglum ís- Guðjón Ármann Eyjólfsson er skólameistari Stýrimannaskólans í Reykjavík. Hafís við íslanci árin 1965-1968. ÆGIR DESEMBER 1993 537

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.