Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1993, Blaðsíða 44

Ægir - 01.12.1993, Blaðsíða 44
EFTIRMÁLI Greinin hér ab framan var rituð um miðjan október sl., en eftir þab lentu nokkrir íslenskir togarar í norðan báli í Smugunni, 10 vindstigum og 18 stiga frosti, en sjávarhitinn var -1,7 gráður. Við þessar aðstæbur getur ísingin orðib 15 sm eða meira á klukkustund. Skipstjórum togaranna reyndist best vegna ágjafar að hreyfa skipin sem minnst og sigla að ísröndinni, þar sem var sléttur sjór, sem hefur þá reynst ávinningur fram yfir meiri loftkulda sem hlýtur að vera við ísinn. Már Hólm, skipstjóri á Hólmanesinu, sagði í viðtali við Morgunblaðið hinn 13. nóvember sl. ab ísing hefbi orðið svo mikil að þess varð greinilega vart á vibbrögðum skipsins. Reynt var að berja ísinn af skipinu og reyndist það illt verk og árangurslítib að sögn skipstjórans. í viðtalinu er haft eftir honum ab í þessum ógnarkulda gæti olían þykkn- að svo mikið að hún næðist ekki af tönkum og allt neysluvatn frysi um borð. í fimm sólarhringa var Hólmanesið í barningi við ís og myrkur norður í Dumbshafi. Skipin lentu í umtalsverbri yfirísingu og eins og fram kemur í oröum skipstjórans var vebrið ekkert lamb ab leika sér við þarna á noröurslóöum. Hlöðver Haraldsson, skipstjóri á Hólmadrangi, leit við á dögunum uppi í Stýrimannaskóla þegar hann var nýkominn norðan úr höfum. Hlöðvar sagði að ís hefði hlaðist ótrúlega hratt á skipið. Öllu máli skipti að byrja strax og nógu fljótt að berja af ísinn. Sem dæmi um hvað ísinn hlóbst fljótt á grannar linur og handrið sagði hann að „byssan" sem liggur úr sleppi- krók á pokanum hefði verið orðin eins og manns- inni I nóvember handleggur að sverleika þegar híft var að loknu 2ja til 3ja tíma togi. í viðtali í DV hinn 9. nóvember sl. sagði Már Hólm frá viöureign sinni og áhafnar Hólmadrangs við ísinn: „„Við brugðum á það ráð að keyra hreinlega inn í ís- inn til ab leita skjóls og koma í veg fyrir ísingu," sagði Már. „ísinn rak undan norðvestanáttinni og var kom- inn langt suður fyrir það svæði sem fiskurinn hefur veiðst á. Ég sendi mína menn sex sinnum út til að brjóta ís sem þrátt fyrir allt myndabist á skipinu. Ég get vel ímyndaö mér að skipið hafi verið komið með ein 30 til 40 tonn afís utan á sig þegar mest var og fann ég orðið að skipið var orðið svagara og stöðugleikinn farinn að breytast."" Af þessum orðum skipstjórans má sjá að yfirísing og stöðugleiki skipsins hafa verið komin að hættumörkum. Þegar Hólmadrangur hafði lokið túrnum í Smug- unni lét hann tengja kælivatnið frá vélinni inn á brunavarnakerfi skipsins þannig ab mun auðveldara verður að bræba og losa ísinn á brú og hvalbak meb því að sprauta á hann heitum sjó. Það er spurning hvort væri hægt að leiða heitt, sí- streymandi kælivatn frá aðalvélinni í plastslöngur sem lægju undir þilfari eða meðfram brúarþili og síbum skipa sem eru á veiðum þarna norður frá. Tenging inn á kælivatnið þegar þörf er á ætti að geta verið einföld. Þetta yrbi þá svipað snjóbræðslurörum undir gang- stéttum og götum. Einhver góður vélstjóri eða tækni- maður getur áreiðanlega leyst þennan vanda. Guðjón Ármann Eyjólfsson REYTINGUR Sportveiöimenn krefjast jafnréttis Samtök manna sem stunda fiskveiöar í frístundum í Danmörku heyja nú baráttu fyrir jafnrétti á við þá sem stunda fiskveiðar sér til lífsviðurværis. Samtökin segja lítið tillit tekib til frístundaveiða. Þessi tegund tómstundaiðju dragi mikinn fjölda ferðamanna til Danmerkur og því beri að taka mið að henni við laga- setningu um stjórn fiskveiða og fleira sem tengist sjávarútvegi. Á ársfundi samtakanna kom fram megn óánægja félagsmanna með að þeir skuli ætíö þurfa að lúta í lægra haldi fyrir hagsmunum atvinnusjómanna. Havfiskaren 542 ÆGIR DESEMBER 1993

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.