Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1993, Blaðsíða 26

Ægir - 01.12.1993, Blaðsíða 26
Upphaf rækjuveiða við Island Séð yfir ísafjörð um 1920, sögusvið þeirra atburða sem segir frá íþessari grein. Eftir Ingvar Hallgrímsson. Áriö 1980 birtust tvær greinar í Ægi um upphaf rækjuveiba hér við land, sú fyrri eftir Halldór Hermannsson (1) og sú síðari eftir Ásgeir Jakobsson (2). í Morgunblaðinu birtist einnig frá- sögn um upphaf rækjuveiða hérlendis eftir Jens í Kaldalóni hinn 26. janúar sama ár (3) ásamt leiðréttingu vib þá grein eftir Gabriel Syre hinn 20. febrú- ar (4). Jón Jónsson hefur einnig rakið upphaf rækjuveiða í riti sínu um Haf- rannsóknir við ísland (5) og sömuleið- is Högni Torfason (6). Jón Þ. Þór minnist lítillega á upphaf rækjuveiða í ísafjarbarsögu sinni, IV. bindi (7). Einnig hefur greinarhöfundur ábur rakið upphafssöguna, að nokkru eftir eldri heimildum en áður hefur verib gert, og er þessi grein að mestu samin eftir þeirri frásögn (8). Varhugaveröar heimildir í Ægi er rækjuveibitilrauna fyrst getið 1931 er Kristján Jónsson skýrir frá veiðitilraunum Sveins Sveinssonar haustið 1930 (9). Af skýrslu Kristjáns er helst að skilja að hér hafi veriö um fyrstu rækjuveiðitilraunina að ræða. Að sjálfsögðu eru ísafjarðarblöðin Skutull og Vesturland helstu samtíma- heimildir um upphaf rækjuveiða og rekja þeir Halldór, Ásgeir og Högni frásögn sína m.a. eftir skrifum fyrr- greindra blaða. Með tilliti til þess að upphafsmenn rækjuveiða í ísafjarðar- djúpi voru á lífi og í fullu fjöri þegar frásagnir blaðanna birtust er mjög svo furðulegt hve illa blöðunum ber sam- an. í Ægisgrein sinni bendir Ásgeir Jak- obsson á að Halldór Hermannsson noti grein úr Skutli frá 21. febrúar 1937 sem aðalheimild, en þar er stað- hæft að Sveinn Sveinsson frá Felli hafi fyrstur manna hafið tilraunir til rækjuveiða hér við land. Þetta er 524 ÆGIR DESEMBER 1993

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.