Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1993, Blaðsíða 31

Ægir - 01.12.1993, Blaðsíða 31
Nafn báts er ekki getiö, en samkvæmt þessu bréfi kemur báturinn Hrönn ekkert vib upphafssögu rækjuveiða. Pétur Pétursson netagerðarmaöur í Grænagarði, sem greinarhöfundur hefur rætt við, var tvítugur 1923 og telur hann ekki ólíklegt (sé bréf Haralds Hauge talið trúverbugt að þessu leyti) að tilraun þessi kunni að hafa verið gerð á bátnum Svan er Sveinn Sveinsson átti og hafi hann þá verið sá íslenski bátseigandi sem fyrr greinir. Hafi hann þá fengið áhuga á rækjuveiðum sem gæti skýrt það að Sveinn keypti síðar þá rækjunót er Simon Olsen og félagar höfðu meb sér frá Noregi 1924 og stóð í rækjuveiði- tilraunum haustið 1930 (9). Hins veg- ar skýrir það ekki hvers vegna Hrönn, sem Ole G. Syre átti, var ekki notuð við þessar fyrstu tilraunir. Enn er því margt á huldu um upphaf rækjuveiða hér við land. □ Eftirmáli Nokkru eftir að grein þessi var komin í hendur ritstjóra Ægis bárust mér nánari heimildir um hið margnefnda skip Ametu frá Jóhanni Hinrikssyni bókaverbi á ísafirði og sýnir ljóslega hve illa mönnum getur yfirsést í heim- ildasöfnun. Jóhann sendi mér ljósrit úr 12. tbl. Ægis frá desember 1926 en þar er frásögn af drætti Ametu frá Grænlandi og strandi hennar hér og er frásögn- in tekin upp úr Morgunblaðinu. í blaðinu frá 5. des. 1926 er skýrt frá því að norski selveiðarinn Buskö hafi komiö til Reykjavíkur hinn 3. des. eftir hrakn- inga frá Grænlandi en á leið þaðan týndi Buskö skipinu Ametu sem var í togi. Hinn 8. des. 1926 segir Morgunblaðið frá því að Ameta hafi strandað daginn ábur við Hvallátra í Breiðafirði eftir að hafa slitnað aftan úr fyrrgreindum sel- veiðara og lent í miklum hrakningum og er sú hrakningasaga rakin í áður- nefndu Ægishefti. Hluti áhafnar Buskö var um borð í Ametu og er þar eins rnanns getið með nafni, en hann var fulltrúi vátryggjenda. Samkvæmt þessum samtíðarheimildum ætti því ekki að fara á milli mála hvenær Ameta kom fyrst hingað, hún strandaði hér við land (í fyrsta sinn) 7. desember 1926. □ Heimildir: (1) Halldór Hermannsson 1980: Upphaf og þróun rækjuveiöa og vinnslu á ís- landi. Ægir 73. árg. 2. tbl. (2) Ásgeir Jakobsson 1980: Upphaf rækjuveiöa hérlendis. Ægir, 73. árg. ll.tbl. (3) Jens í Kaldalóni 1980: Brautryöjendur rækjuveiöa viö ísafjaröardjúp. Morg- unblaöiö 26. jan. 1980. (4) Gabriel Syre 1980: Um upphaf rækju- veiöa viö ísland. Morgunblaöiö 20. febr. 1980. (5) JónJónsson 1988: Hafrannsóknir við ísland I. Frá öndveröu til 1937. (6) Högni Torfason 1990: Stóri kampalampi. Rækjusaga úr Djúpinu. (7) Jón Þ. Þór 1990: Saga ísafjaröar og Eyrarhrepps hins forna, IV. bindi. (8) Ingvar Hallgrímsson 1993: Rækjuleit á djúpslóö viö ísland. Hafrannsókna- stofnun, fjölrit nr. 33. (9) Kristján Jónsson 1931: Skýrsla erind- rekans í Vestfiröingafjóröungi, ágúst-desember 1930. Ægir 24. árg. 1. tbl. (10) Hagskýrslur íslands (50) 1927. Fiski- skýrslur og hlunninda áriö 1924. (11) Guömundur Gíslason Hagalín 1981: Þeir vita þaö fyrir vestan. (12) Steinar J. Lúövíksson 1969: Þrautgóð- ir á raunastund. Björgunar- og sjó- slysasaga íslands, 1. bindi. (13) Sveinbjörn Egilson 1923: Skipaskráin 1923. Ægir 16. árg. 12. tbl. VEISTÞUað: MÆLIIRÆÐIN ER ORÐIN GRUNDVALLAR- ATRIÐI í MÐSKEPTUM OGIÐNAÐI? fslenskur viðskiptavinur þinn á aðeins að treysta löggiltri vog. I Evrópsku samstarfi er faggilding staðfesting á hæfni starfsemi? Um allan heim er aðeins treyst á kvarðað mælitæki? LÖGGILDING KVÖRÐUN FAGGILDING LÖGGILDINGARSTOFAN The lcelandis Bureau of Legal Metrology SÍÐUMÚLA 13 • PÓSTHÓLF 8114 • ÍS-128 REYKJAVÍK SÍMI 91-681122 ÆGIR DESEMBER 1993 5 29

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.