Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1993, Blaðsíða 43

Ægir - 01.12.1993, Blaðsíða 43
að það hafði reynst stórhættulegt að halda sjó á ísingarsvæðum í þeim veð- urskilyrðum sem hér hefur verið lýst. Skip sem halda sjó í norðurhöfum í slíkum illveðrum verða yfirleitt að beita fullu vélarafli til þess að halda stefninu upp í veðrið, annars slær skipinu flötu. Á mótstíminu ausa skip- in yfir sig sjó sem frýs jafnharðan og þá sérstaklega efst á skipinu, ofan á brúnni og efst á möstrum. Um þannig aðstæður vitnar t.d. við- tal við Martein heitinn Jónasson, skip- stjóra á Þorkatli mána, í Morgunblað- inu hinn 17. febrúar 1959 þegar skipið kom til heimahafnar af Nýfundna- landsmiðum. Það kom fram í sjópróf- um og þessu blaðaviðtali að reynt var að snúa Þorkatli mána undan veðrinu, en skipið lagðist þá á brúarglugga meö allt að 60 gráðu halla. Það var því nauðugur einn kostur að halda skipinu upp í veörið. Um þetta sagði Marteinn m.a.: „Með því að andœfa upp í veðrið fór skipið alltaflengra inn í frostbeltið." Um hættuleg áhrif yfirísingar á stöð- ugleikann sagði Marteinn í sama við- tali: „Sannleikurinn er sá, að maður finnur það ekki af hreyfingum skipsins þegar það byrjar að ísa Þyngdarpunktur í skipinu flyst ofar og réttiarmur stöðugleikavægisins (GZ) verður minni. Skipið veltur ró- legar með löngum hægum veltum. Þegar stöðugleikavægið er orðið núll er skipið sem kallað er „dautt" og hall- ast ýmist í bakborða eða stjórnborða; það réttir sig ekki og getur úr því hvolft á hverri stundu. Athuganir breskra skipasmíða- stöðva á yfirísingu skipa um 1960 leiddu einnig eftirfarandi í ljós sem er enn í fullu gildi fyrir þessa gerð skipa: Venjulegur síðutogari af þeirri gerð sem þá voru að veiðum hlóð á sig ís- magni sem svaraði til 140 tonna af ís þegar skipið hélt upp í veörið. Ef sama skip hélt undan sjó og vindi við sömu aðstæður safnaðist ísingin miklu lægra á skipið og svaraði ísrpagnið þá til 90 tonna á sjálfu skipinu. í þessum tilraunum kom í ljós að þyngdarpunktur íssins var langhæstur þegar sjór og vindur var 30° á bóginn. Stöðugleiki skipsins miðað við meta- centerhæð (GM) var þá helmingi minni en þegar sjór og vindur var beint í stefnið. Á lensi var stöðugleik- inn aftur á móti, þrátt fyrir tsinguna, allt að því 50% betri heldur en efkeyrt var upp í veðrið vegna þess að þunga- miðja íssins, sem hlóðst á skipið, og þar með þyngdarpunktur fyrir allt skipið, lá mun lægra. Þetta koma heim og saman við reynslu norskra selveiðimanna sem höfðu lent í yfirísingu í norðvestur- ísnum og íslensku togaramannanna sem komust lífs af í Halaveðrinu í Heimildir: 1. Hafísinn, Almenna Bókafélagib 1969, ísing skipa eftir Hjálmar R. Bárðarson; sígild grein um þessa miklu hættu fyrlr öll skip. 2. Sjómannablaðiö Víkingur 1963, 2.tbl.-Hættur yfirísingar eftir G.Á.E. 3. Handbuch fiir das Europaische Nordmeer, Hamborg 1980. Þýska sjómælingastofnunin. 4. Tímaritið Veörið, l.árg. 1956 : Mannskabaveður á Halamibum eftir Borgþór H. Jónsson vebur- fræöing. 5. Hafís vib strendur fslands; Rit Hafísrannsóknadeildar Veður- stofu fslands. 6. Hafís vib ísland. Safn greina . Kvöldvökuútgáfan 1968. 7. Morgunblabið 12. apríl 1988 og 13. nóvember 1993. febrúar 1925 og á Nýfundnalandsmið- um árið 1959. í báðum þessum aftakaveðrum börðust skipverjar í marga sólarhringa við yfirísingu og stórviðri til þess að bjarga skipum sínum. Við Veðurstofu íslands er starfrækt Sjá eftirmála sérstök hafísrannsóknadeild, undir á næstu SÍÖU stjórn okkar færustu vísindamanna á þessu sviði, sem fylgist grannt með hafísnum og er því mikilvægt að öll skip sendi Veðurstofunni eins miklar upplýsingar um hafísinn og unnt er, enda er þeim það skylt. Hafís og yfir- ísing hafa reynst öllum skipum hættuleg. Þess- vegna verða sjó- menn alltaf að vera á varðbergi gegn þessum vá- gesti hér í norð- urhöfum. □ ÆGIR DESEMBER 1993 541

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.