Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1951, Síða 4

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1951, Síða 4
174 Tímarit lögfræBinga Islandi, en latínuletri hefur hann sennilega verið skráður veturinn 1117—1118, þó að Ari fróði nefni hann ekki sérstaklega í sögn sinni um skráningu laganna.1 2) Segir hann þá hafa verið skráðan Vígslóða og margt annað í lögum. En skráning Baugatals þá sýnir það, að ákvæði Baugatals, þar á meðal um gjaldeyri og greiðsluhátt, hafa verið talin gildandi lög, enda er svo að nafni til, þangað til ákvæði Járnsíðu koma í gildi. Aður en reynt er að gera grein fyrir niðgjöldum, virðist hæfa að lýsa nokkuð aðalatriðum ins forna verðreiknings, sem mörgum mun nú ekki ljós og sumum lítt eða ekki kunnur. En nokkur þekking á þeim atriðum er nauðsynleg til skilnings á því, sem síðar verður rakið. Alin vaömála, var lægsti verðmælir í fornöld hér á landi. 6 álnir gerðu eyri vaðmála, 48 álnir mörk vaðmála, og 120 álnir gerðu eitt hundraö vaömála. Ein mörk vaðmála var þá 8 aurar, en í hundraði voru 20 aurar eða 2,5 mörlc vaðmála. Jarðir voru, sem kunnugt er, metnar til hundraða. Aðrir gjaldaurar, sem almennt voru nefndir lögaurar (þ. e. löglegir gjaldaurar manna á milli), voru metnir til verðmæla þessara. Gallalaus kýr, snemmbær, 3—8 vetra, sýnist almennt hafa verið talin eitt hundrað, sem og ráða má af því, að ársleiga eftir kú var 12 álnir, Jónsbók Kaupa- bálkur 15. og 16. kap., en lögleiga var að fornu 10%.”) Kýrverð skiptir hér mestu máli, með því að manngjöld verða hér á eftir einkum miðuð við það. Að vonum hefur kýrverð til forna þó sjálfsagt verið nokkuð breytilegt. Eftirspurn hefur verið mismunandi eftir árferði og lands- hlutum ef til vill o. s. frv. 1 Árnessþingi er kýr t. d. talin 90 álna virði um 1200,3) en um gæði eru engin skilyrði nefnd þar önnur, en að kýr sé „kálfbær". Hér á eftir verður fullgild kýr talin jafngilda 120 álnum eða einu hundraði á landsvísu. Ef kýr er talin minna virði, t. d. 90 eða 100 álnir, þá getur hver sem vill breytt kýrvcrða- 1) Isl.búk 10. kap. 2) Grágás I b 140. II. 213. •") Grágás I b 247.

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.