Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1951, Síða 31

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1951, Síða 31
Niögjöld — Manngjöld 201 ist hafa verið ur ríki Noregskonungs, sbr. Jónsbók Mann- helgi 1. Hafði inn vegni greitt veganda „mörg banatilræði bæði í höggum og slögurn", áður en vegandi hófst handa. Með því að inn vegni er sagöur hafa verið „hirðstjórans mann og míns herra kongsins“, þá ákveða dómendur, að manngjöld skyldi greiða, 15 hundruð, en þriðjungur þeirra skyldi falla niður sakir tilverknaðar ins vegna. Og þegn- gildi var ákveðið aðeins 4 merkur í stað 13 venjulegra.1) Loks var vegandi einungis dæmdur til 12 mánaða fjórð- ungsútlegðar, með því að inn vegni var ekki úr Noregs- konungs ríki.2) Þurfti vegandi því ekki að sækja land- vistarleyfi til konungs, eins og vegendur almennt þurftu. Bessastaoavaldið sýnist þó ekki hafa virt dóminn um gjöldin mikils, því að það kúgaði af vegandanum hálfa jörð hans, víst 20 hundruð, og yfir 20 hundruð í búfé, en jörðin var dæmd manninum aftur löngu síðar.3) Árið 1512 eru manngjöld dæmd 20 hundruð, en frá þeim skyldi draga 3 hundruð „í reiting og tilverkan" við veganda.4) Verður að skilja það svo, að maðurinn hafi ekki verið veginn alveg að ósekju. Árið 1588 var sátt gerð og dómur dæmdur á Kópavogsþingi um mannvíg. Hafði inn vegni manað mann vopnlausan úr kirkju að sér, og stóðst maðurinn ekki frýjuorðin. Þegar hann var út úr kirkjunni kominn, veitti hinn honum mikla áverka, en maðurinn, sem var heljannenni að burðum, náði vopninu af hinum og vó hann. Vou manngjöld ákveðin 10 hundruð og þriðjungur þegngildis, eða rúmar 4 merkur.5) Eins og áður hefur verið að vikið, hafa manngjöld farið mjög eftir þeim rétti, sem inn vegni var talinn eiga. Þeir voru nefndir fullréttisvienn, sem ekki voru taldir verulega undir meðallagi. Hálfréttismenn voru þar fyrir neðan og réttlausir menn. Ef slíkir menn voru vegnir, þá hafa mann- 1) ísl. fbrs. VII. 801—S02. r) Isl. fbrs. VIII. 108—109. 3) lsl. fbrs. IX. 152—154. 4) ísl. fbrs. VIII. bls. 395 Alþb. II. 104. Sbr. Árb, Esp, V. 51.

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.