Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1951, Page 19

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1951, Page 19
NitSgjöld — Manngjöld 189 Og þau 'hafa verið, er lög voru fyrst sett hér á landi, en um kann að hafa þokazt eitthvað síðar. Vér vitum ekki, við hversu gott silfur hefur verið miðað í Noregi1) og Dan- mörku, en kýrvirðatalan 1 Gulaþingslögum segir nokkuð til um verðmætin, sem gjalda skyldi. 1 Sturlungu segir frá manngjöldum eftir 25 menn, sem dr. V. G. hefur einnig rakið og flokkað, eins og mann- gjaldasagnir Islendingasagna.2) Auðvitað er ekki fyrir það girt, að sagnir Sturlungu geymi ýkjur og missagnir um einstök atriði, en yfirleitt ættu þær að vera áreiðan- legri en sagnir Islendingasagna. Flestir þeirra manna, sem Sturlunga greinir manngjöld eftir, eru að mannvirðingum og hugsuðu manngildi fyrir ofan meðallag, og sumir mjög langt. Um víg óbreyttra alþýðumanna svonefndra verður sjaldan mikið sögulegt, nema helzt, ef þeir eru í fylgd með eoa ávarðir höfðingjum, og er því ekki að búast við því, að margar sagnir séu um manngjöld eftir þá. Manngjöld þau, er í Sturlungu greinir, eru ekki ákveðin með dómi, heldur eru þau mál lögð í gerð og þar útkljáð. Þá gátu menn mjög ákveðið manngjöld eftir virðingum og hugsuðu manngildi ii)s vegna, enda sýnast gerðarmenn Sturlungu allt af gera það. Einn maður (Bjarni Árnason) er bættur 20 hundruðum,a) sem auðvitað verður að skilja 20 hundruð- om álna, eins og annars, þar sem ekki segir annað eða það sést af sambandinu. Verða þau manngjöld 20 kýrvirði og nokkuð undir venjulegum manngjöldum. Nokkrir eru bættir 30 hundrubum (Hneitir í Ávílc t. d.),4) eða 6 kú- gildum fyrir ofan meðallag. Það, að góður bóndi, eins og Hneitir, sem var veginn með hálfníoingslegum hætti, var bættur 30 hundruðum, bendir eindregið í þá átt, að venju- leg manngjöid á fyrra hluta 12. aldar hafi verið nokkru ^Eegri en 30 hundruð. Aðrir eru bættir UO ImndruSum (t. d. 5) Með því að kýrverð er talið 2.5 aurar, þá sýnist vera miðað við "brennt" silfur, betra silfur en „bleika" silfrið. -) Germ. Abh. bls. 532—535. :i) Sturl. (Rvik 1948) I. 314. •J) Sturl. I. 21. 13

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.