Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1951, Side 15

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1951, Side 15
NiSgjöld — Manngjöld 185 verið dreifðir víðs vegar um landið, eftir því sem tímar liðu, og mörg mál hefur sennilega stundum þurft að höfða, ef ekki galzt fúslega. Hafa stefnufarir þá verið erfiðleik- um bundnar, enda greiddu dómskapaákvæði Baugatals alls ekki að fullu úr þeim vanda.1) Reyndar mátti það vera áhugamál frændum veganda, einkum inum nánustu, að sættir kæmust á milli þeirra og frænda ins vegna, með því að annars máttu þeir eiga hefnda von, og hefndir komu ef til vill niður á þeim sjálfum eða frænda þeirra, sem þeir sízt vildu. En þetta hefur ekki verið einhlítt ,því að verið hafa þá skuldseigir menn og refjóttir, eins og nú, enda einatt ágreiningur um það, hvort maður var saklaus veginn eða jafnvel um það, hvort hann hefði unnið sér til óhelgi. Það er því líklegt, að snemma hafi ákvæði Baugatals um greiöendur og þiggjendur niðgjalda ekki verið notuð. Hitt var einfaldara að vígsakaraðili og vegandi eða fyrirsvars- menn hans semdu um greiðslu gjaldsins, og að það yrði greitt í einu lagi eða í fleiri greiðslum til vígsakaraðiljans, sem svo hefur ef til vill miðlað öðrum nánum frændum ins vegna af*því. Sagnir um heimtu niðgjalda munu fáar eða engar hafa geymzt, þar til er tekið var að skrá Islend- ingasögur. Um niðgjöld er líka mjög sjaldan talað í þeim, en oft um manngjöld, ein, tvenn eða þrenn o. s. frv., fyrst og fremst eftir hugsuðu manngildi ins vegna. Kynni þetta að benda til þess, að inar gömlu reglur um niðgjöldm hafi verið nokkurn veginn gleymdar, þegar sögurnar voru skráðar, en að hin skipunin, greiosla manngjalda í einu lagi til vígsakaraðilja, hafi verið orðin svo almenn, að mönnum hafi þá ekki komið til hugar að hafa lengur þann hátt, sem í Baugatali greinir. Sýnt var, að samanlögð niðcijöld liafi verið 24 hundruð lögaura. Líkur benda auðvitað til þess, að venjulcg mann- gjöld hafi verið eins eða svipuð. Þó að greiðsluhátlur brej'ttist, þá cr mjög hklcgt, að grciðsluhæðin hafi ekki i) Sbr. Grácás 1 a 202—203.

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.