Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1951, Side 34

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1951, Side 34
204 Timarit lögfræSi-nga Jónssonar á SkarSi, sem hafði haldið sýslur og var ættstór og auðugur nafnbótamaður, og hafði auk þess fengið verndarbréf konungs, sem talið var skipta máli í þessu sambandi.1) Aðför var gerð að honum á næturþeli, þar sem hann hafðist við á ferð, og hann veginn árið 1496. Verkið var dæmt níðingsverk, og skyldi bæta vígið 60 hundruðum.2) Árið 1526 voru dæmd 60 hundruð í mann- gjöld eftir prest, sem sira Jón Halldórsson segir hafa verið veginn í brúðkaupi.3) Síoasta dæmið er um Pál lög- mann Vigfússon á Hlíðarenda. Prestur nokkur hafði lostið því upp, að lögmaour hefði orðið manni að bana, en ekki lýst víginu. Ef satt hefði verið, þá hefði lögmaður verið morðingi og því dauðasekur óbótamaður. Var rógurinn því metinn fullkomin banaráð við hann, og skyldi rógs- maðurinn verða jafn sekur sem lögmaður mundi hafa orðið, ef áburðurinn hefði reynzt sannur, sbr. Jónsbók Mannhelgi 25. kap. Rógsmaðurinn var því dæmdur til þess að gjalda lögmanni 60 hundruð í „banaráð og bætur“,4) eins og líklega hefði verið dæmt, ef lögmaður hefði verið veginn. Nokkur dæmi fleiri eru um manngjöld eftir virðinga- menn frá 16. öld. Eftir Orm Einarsson, sem Erlendur lög- maður Þorvarðsson vó í Viðey, hafa víst nokkuð há mann- gjöld verið greidd, þó að það sjáist ekki glöggt á bréfi því, er geyrnir kvittun Þórðar prests Einarssonar um mann- gjöld og skipti eftir Orm, en líklegt má ætla, að jörðin Melar og 4 kúgildi hafi verið greidd í manngjöld að minnsta kosti.5) Árni Bessason, sem veginn var á Sveinsstaðafundi, var bættur 40 hundruðum.o) Faðir hans var lögréttumaður, en ókunnugt er það, hver virðingamaður Árni var annars. Filippus Þórarinsson á Svínavatni var lögréttumaður og i) Sbr. Jónsbók Mannhelgi 2. kap. tsl. fbrs. VII. bls. 3G1, sbr. bls. 363. :i) Isl. íbrs. IX. 358—360. ■0 lsl. fbrs. XIV. 194—190. 5) tsl. fbrs. IX. 488. «) tsl. íbrs. IX. bls. 39S.

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.