Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1951, Síða 40

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1951, Síða 40
210 Tímarit lögfrælíinga bróður hans). Mun venjulega hafa átt að gjalda á heimili einhvers erfingja ins vegna. Fyrstu söl (20 hundruð) skyldi gjalda í öllum löglegum gjaldeyri, en sérstaklega sýnist til þess ætlazt, að þau væru goldin í kaupmannsvöru, enda hefur þá kauptíð staðið yfir. Verðlagt er klæði „með eingelsi" (enskt) svo, að 12 stikur skyldi jafngilda hundr- aði. Sama verð var 'lagt á 3 tunnur malts, 2 voðir vaðmáls, sem í einu handriti er sagt vera 48 álnir (tvíbreiðs sjálf- sagt), og 3 aura ósmíðaðs si .furs. önnur sölin sýnist hafa átt að lúka í búsafurðum, einkum sláturfé og smjöri. 1 hundrað voru þá lagðir 4 gamlir sauðir, þrevett naut og 12 fjórðungar smjörs. Þriðju söl skyldi gjalda í málnytu- kúgildum. Þá voru þau gengin undan vetri og viðtakendur áttu að hafa sumargagnið af þeim. Fyrirsvarsmaður veg- anda átti almennt að gæta eigna hans og svara gjöldum af þeim, þar á meðal manngjöldum. Mörg önnur dæmi mætti nefna, en það yrði of langt mál og óþarft, því að í þessum dómi sýnast koma fram þær meginreglur, sem fylgt hefur verið, þó að afbrigði í ein- stökum atriðum megi finna. Einar Arnórsson.

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.