Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1951, Síða 12

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1951, Síða 12
182 Timarit lögfræSinga þeir hefðu allir verið á lífi, átt að fá til samans 3 merkur og 6 lögaura, eða samtals 30 lögaura, eða liálft annað kýr- verS. Eftir þessum útkomum liefðu mannvíg verið ódýrt gaman um 1000 og síðan. Eins og sagt hefur verið, námu niðgjöld samanlögð rúmum 15 mörkum. Það er sagt, að þau gjaldist í baugum (hringum), sem hafa skuli tiltekna þyngd, með því að vega skyldi silfur, enda voru mótaðir peningar víst ekki al- mennt í eigu manna hér á landi í fornöld, og voru víst líka vegnir um 1000, eftir því sem í Grágás segir, að verið hafi þá.1) Því eru nefndir þrímerkingar, tvítugauri og tví- merkingur. Þrímerkingur vóg 3 merkur, tvítugauri 2J/o og tvímerkingur 2 merkur. Er því Ijóst, að miðað er við silfur í Baugatali. Svo er annað ákvæði um gæði þess silf- urs, sem gjalda mátti í niðgjöld. Þau voru samkvæmt því, eins og fyrr segir, rétt goldin í inu forna lögsilfri.2) Nú er ekki gerandi ráð fyrir því, að gjaldendur ættu allt af silfur til þess að gjalda niðgjöld. Fyrir því var svo mælt, að þau væru rétt goldin í lögaurum öllum, svo sem í vað- máli, búfé, mani o. s. frv. Á þessum stað (Baugatali) í Grágás er ekki minnzt á veröhlutfall eyris lögsilfurs ins forna og eyris lögaura. Það var um 1000 1:4, eins og fyrr segir. Eru og áður greindar líkur til þess, að verðhlutfall þetta hljóti og að hafa gilt um greiðslu niðgjalda. Auðvitað gat þurft að skoða og meta þann gjaldeyri, sem greiða átti, hvort sem hann var í silfri eða öðrum verðmætum. Gerðu það lögsjá- endur og lögmetendur.3) Vafi mátti verða bæði um það, hvort framboðin verðmæti væru gjaldtæk, og, ef svo var talið, þá varð að meta þau til vaðmála. Nú voru niðgjöld 15 merkur lögsilfurs ins forna. Með verðhlutfallinu 1:4 hafa þær jafngilt 60 mörkum lögaura (15x4). Nú voru 2i/o mörk í hundraði lögaura, og verður þá hundraðatalan 60:2,5 = 2U. Niðgjöldin ættu þá að hafa verið að lögum 1) Grágás I b 192; ok var þá allt eitt talit ok vegit. 2) Grágás X a 204. 3) Sjá Grágás III: Lögmetandi, lögsjáandi.

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.