Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1951, Page 22

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1951, Page 22
192 Timarit lögfræðinga manngjalda hafi verifi 2U hundrufi lögaura eftir óbreyttan frjálsan mann. III. Manngjöld á Jónsbókartímabilinu. Lög lýðríkisins nm manngjöld falla úr gildi með Járn- síðu, að minnsta kosti að miklu leyti. En engar nýjar reglur um fjárhæð manngjalda voru settar með Járnsíðu, sem annars sýnist vera sérstaklega lélega gerð lögbók, enda gilti hún ekki nema fá ár og hefur engin spor markað í réttarvitund manna né lagaframkvæmd. Hins vegar hafa ákvæði Jónsbókar um mannvíg skipt meginmáli síðan 1281 og alla tíð til 1734, er ákvæði Norslcu laga Kristjáns fimmta frá 15. apríl 1687 voru lögboðin hér með konungsbréfi 19. febr. 1734. Aðalbreyting á viðurlögum fyrir manndráp eftir Jónsbók var í þessu fólgin: 1. Af fé veganda skyldi greiða konungi svonefnt þegn- gildi, 13 merkur, er gerðu 5,2 hundruð á landsvísu. 2. Vegandi skyldi fara útlægur, en hann fékk venjulega landsvistarleyfi af konungi, ef þegngildi var goldið kon- ungi og manngjöld, sem oft voru nefnd vígsbætur, eins og að var vikið, voru greidd erfingjum ins vegma, enda væri vígið ekki níðingsverk, Jónsbók Mannhelgi 1. kap., eða morð, sbr. Jónsbók Mannhelgi 10. kap. 3. Um manngjöldin (vígsbæturnar) segir það í Jónsbók I\Iannhelgi 1. kap., að 12 skilríkir menn, löglega tilnefndir af réttaranum (sýslumanni eða umboðsmanni hans) skuli dæma erfingja ins dauða einum slík gjöld eftir laga skil- orði sem þeir sjá réttiligast fyrir guði og málavextir eru á, en allar aðrar frændbætur og saktal falli niður. Mann- gjöld skal því einungis gjalda erfingjum ins vegna. Fjar- skyldari menn fá því ekkert af þeim bótum. Sjálfsagt hefur ekki fólgizt í þessu nokkur raunveruleg breyting, því að venjan hefur sennilega þá fyrir löngu verið orðin sú, að einungis erfingjar ins vegna hafa fengið manngjöldin. Baugatal Grágásar er að formi til úr lögum numið, en það hefur engu máli skipt, með því að þá hefur lengi alls eklci verið eftir því farið. Eaunveruleg breyting er það hins

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.