Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1951, Síða 42

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1951, Síða 42
212 Tímarit lögfræðinga frumvarp lians að setja, og nú fyrir skömmu komu mér fyrir sjónir þau ummæli jafnmikilsmetins manns og Birger Ekeberg er, að þetta frumvarp Vindings Kruse sé „en imponerande kraftprestation". Vinding Kruse tekur sér hinar gömlu iögbækur Norður- landa til fyrirmyndar að því leyti, að hann skiptir frum- varpi sínu í bækur, bókunum í kapítula og kapítulunum í greinir. Bækurnar eru sex og skiptast þær í 62 kapítula, sem aftur skiptast í 1399 greinir. Umfangsmest er 6. bók. Er henni skipt í 17 kapítula og 635 greinir, og er því ná- lega helmingur greina frumvarpsins í þeirri bók einni. Fyrsta bókin hefir að geyma almennar reglur, um rétt- indi manna og vernd þeirra, einkum um skaðabætur, og um samninga og aðra löggerninga. 1 annarri bók er per- sónurétturinn, um rétthæfi og gjörhæfi manna, um lög- ræði, ólögræði og lögráð og um horfna menn. Þriðja bókin fjallar um sifjaréttinn, stofnun og slit hjónabands, fjár- mál hjóna, framfærsluskyldu og foreldravald, sem á rót sína til hjónabands að rekja, óskilgetin börn og rétt manna til nafns. I fjórðu bók er erfðarétturinn, og eignarréttur- inn í hinni fimmtu, þar á meðal reglur um veðréttindi, eignarrétt að atvinnuréttindum og vörumerkjum, svo og um höfundarréttindi og loks um aðstöðu skuldheimtu- manna, veðhafa, eigenda og annarra við skipti gjaldþrota- búa. Sjötta bókin fjallar loks um kröfuréttindi. Er þar fyrst almennur hluti, reglur er gilda um öll kröfuréttindi, um efni þeirra og fullnustu, framsal að þeim og lok þeirra. Síðan kemur sérstakur hluti, sem hefir að geyma reglur um þessar tegundir samninga: kaup og skipti á lausafé, umboðssölu, leigu, þó aðeins leigu á húsnæði, lán til afnota, lán til eignar, víxla, tékka, ábyrgð, vátryggingu, verksamninga og gjafir. Ennfremur eru þar reglur um óbeðinn erindisrekstur, spil og veðmál og greiðslur, sem inntar eru af hendi í skakkri ímyndun um skuld. Af yfirliti þessu vona ég, að lesendurnir geti gert sér grein fyrir því í aðaldráttunum, hvert efni þessa frum- varps er. Og ég geri ráð fyrir, að mörgum myndi þykja

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.