Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1951, Blaðsíða 36

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1951, Blaðsíða 36
206 Tímarit lögfræSinga þ. e. sá, er veitti inum vegna það högg eða sár, sem að lokum varð honum að bana. 1 Baugatali er gei*t ráð fyrir því, að ættingjar veganda eins greiði niðgjöld. Ef fleiri en einn höfðu tekið þátt í vígi, mátti sakaraðili kjósa ein- hvern þeirra, sem sekur var orðinn um víg tiltekins manns, veganda, og ættingjar hans skyldu síðan greiða niðgjöld.1) Þegar manngjöld voru ákveðin með sátt eða gerðardómi, var það oft, að aðrir, sem verið höfðu að vígi eða í fylgd með foringja aðfarar, skyldu gjalda erfingjum ins vegna tilteknar fjárhæðir fyrir hlutdeild sína, með því að eðlilegt hefur þótt, að hlutdeildarmenn skyldu sæta nokkrum viður- lögum fyrir athafnir sínar, enda þótt þau yrðu ekki svo há sem gjald veganda eða foringja aðfarar. Ákvæði Jónsbókar um viðurlög fyrir hlutdeild í brotum eru að vísu fremur ófullkomin, en um hlutdeild í vígum var það þó almenn regla samkvæmt Mannhelgi 20. kap., að hlutdeildarmenn í mannvígum skyldu svara erfingjum og konungsvaldinu bótum og þegngildi eftir álitum sýslu- manns og dómenda, en landsvist þeirra skyldi vera undir náð konungs komin. Hlutdeildarmenn voru almennt ekki taldir eins sakbitnir og vegandi eða foringi aðfarar. 1 framkvæmd var auðvitað eftir þessum ákvæðum Jónsbókar farið. Höfðingi aðfarar var auðvitað talinn eigi síður sekur en vegandi sjálfur, eins og sjá má í Krossreiðardómi, þar sem sekt Þorvarðs Eiríkssonar, foringja aðfarar að Magn- úsi á Krossi Jónssyni, er metin.2) Og þó að höfðingi farar, þar sem víg er vegið, hafi ekki sannanlega farið með þann hug til fundar, þá er hann metinn sekur öðrum framar, ef hann hefur hvatt til árásar. Teiti Þorleifssyni er t. d. dæmt að gjalda fyrir víg Árna Bessasonar á Sveinsstaða- fundi 30 hundruð „fyrir ráð og atvist“ og konungi tvöfalt þegngildi.3) Atvistarmönnum er annars venjulega dæmt að greiða erfingjum ins vegna lægri bætur en banamanni, 1) Grágás I a 178, II. 348. 2) Isl. íbrs. V. bls. 641. 3) lsl. fbr. IX. bls. 398.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.