Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1951, Page 11

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1951, Page 11
Niðgjöld — Manngjöld 181 upphaflega hafi eyrir (G álnir) vaðmála jafngilt eyri silf- urs í skiptum rnanna á milli hér á landi. Svo hafi það auðvitao og verið, er niðgjöld voru greidd í lögaurum. Verið hafi þá gnægð silfurs, en skortur á búfé og öðrum lögaurum. Ekki skal það véfengt, að skortur hafi verið á búfé og vaðmáli hér á landnámsöld og sjálfsagt nokkuð eftir lok hennar, og að búfé hafi þá verið verðhærra rnóts við silfur en það varð síðar. Má vera, þótt menn viti reyndar ekkert um það, að eyrir lögaura hafi t. d. um 930 jafngilt eyri silfurs, en verðhlutfallið hlaut að breytast smám saman, eftir því sem búfé fjölgaði og afurðir þess, þar á meðal vaðmál og gærur (vararfeldir), urðu auð- fengnari og silfur varð torgætara. Slík breyting hefur auðvitað ekki orðið allt í einu, heldur hefur hún orðið smámsaman. Um 1000 jafngilti eyrir ins bleika silfurs 4 aurum vaðmála, eins og áður er sagt, og má ætla, að það verðhlutfall hafi allöngu áður verið orðið algengt. Meðan kýr kann að hafa verið í fjórföldu verði móts við silfur, samanborið við verðlagið um 1000, mega 6 kýr hafa þótt fullgoldnar í niðgjöld, en um 1000, er silfrið hafði hækkað, ef til vill fjói^faldast, í verði og búfé lækkað að sama skapi, þá má ólíklegt telja, að niðgjöld hafi verið rétt goldin með sömu kýrverðatölu og verið hafði um 900 og fram á 10. öld. Hitt virðist óneitanlega sennilegra, að greiðsla þessa gjalds hafi farið eftir almennu verðlagi í landinu. Að tali sira A. Ó. hafa hæstu niðgjöld verið fullgoldin urn 1000 og síðan með 4 kýrverðum og 2 ærverðum, en lægstu niðgjöld með 2 kýrverðum og 3 ærverðum. Þræls- gjöld voru, eins og að verður vikið, 12 aurar silfurs, sem sjálfsagt hefou átt, að tali sira A. Ó., að jafngilda 12 aurum vaðmála, eða 72 álnum. Ungur þræll og vel vinnu- fær, hefði þá verið % lægra metinn en góð kýr. Það er hætt við því, að um 1000 og síðan hefði mönnum þótt lág gjöld eftir vegna frændur sína, ef þeir hefðu einungis átt heimtingu til 4i/3 og niður í 2þt kýrverða og 72 álna eða % kýrverðs bóta fyrir slikan þræl sinn. Að tali sira A. ó. hefðu þá t. d. faðir, sonur og bróðir vegins manns, ef

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.