Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1951, Side 7

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1951, Side 7
Niögjöld — Mannyjöld 177 mála, hafði greitt þá fjárhæð, er lög mæltu. Ef ágrein- ingur varð nm skírleik silfursins, þá hefur það verið háð skoðun og mati lögsjáenda og lögmetenda, eins og hver annar gjaldeyrir. Ef goldið var í betra silfri, þá hefur það verið metið til tiltekins þunga af lögsilfri inu forna. Ef t. d. goldið hefur verið í brenndu silfri, meðan eyrir þess jafngilti 8 aurum vaðmála, þá hefur þurft hálfa mörk þessa silfurs á móts við eina mörk lögsilfurs ins forna. Lögsilfrið forna var annars líka kallað bleikt silfur, sjálfsagt vegna messingarlitarins á því. Messingin mátti sem sé vera allt að 50% af innihaldi hvers silfurstykkis. b. Brennda silfriS hefur verið miklu hreinna eða betra silfur en lögsilfrið forna. Verðgildi þess móts við lögaura var fram undir 1200 þannig, að eyrir þess jafngilti mörk lögaura,1) eða 8 aurum vaðmála. Verðhlutfall eyris brennds silfurs og eyris vaðmála hefur því verið 1:8. Síðan breytist hlutfallið þannig, að mörk vegin brennds silfurs skyldi jafngilda einu hundraði þriggja álna aura, eða 3 hundruð- um álna, sem gera 60 aura.2) 8 aurar (mörk) brennds silfurs jafngiltu þá 60 aurum vaðmála. Hlutfallið varð þá 8:60 eða 4:7,5. Silfrið hefur eftir því fallið ofurlítið í verði móts við lögaura, eða um 6,25%. Silfrið fellur enn meira í verði móts við lögaura. Samkvæmt Jónsbók Kaupa- bálki 5. kap. jafngilti eyrir silfurs 6 aurum vaðmála. Hlut- fallið verður þá 1:6. Um 1500 gengu 3 silfuraurar í mann- gjöld móti 20 lögaurum (3:20 eða 1:6%).3) Verðfall silf- ursins: Ef kýr var t. d. keypt fyrir silfur, þá hefur þurft: Af bleika silfrinu (1:4) 5 aura, eða líklega um 150 gr. Af brennda silfrinu (1:8) 2,5 aura, eða um 75 gi\, er að þunga hafa svarað til 10 silfurkróna. Af brennda silfrinu (1:7,5) 2,67 aura, eða nál. 78,10 gr., er að þunga svara til nálægt 10,30 silfurkróna. Af brenndu silfri um 1280 (1:6) 3,33 aura, eða nálægt 100 gr., er að þunga svara til nálægt 12,87 silfurkr. 1) Grágás I b 141, II. 214. 2) Grágás I b 193, 246—247. 3) lsl. fbrs. VII. 362.

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.