Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1951, Síða 24

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1951, Síða 24
194 Tímarit lögfræSinga því ei’ talið er.1) Greinir þessar eru geymdar og gefnar út í 14 gerðum, sem eru um sumt ósamhljóða. Kann sú ósam- hljóðan að stafa af því, að þær séu frá mismunandi tíma, mislestri handrita eða misritunum eða mismunandi munn- legri geymd, sem skrifað hefur verið eftir. Ein þessara 14 gerða, sem merkt er I í fornbréfasafni, er til á tveimur stöðum, í kveri Bergsteins Bjarnasonar í Skildinganesi (skrifað um 1670) og í handriti Hannesar Gunnlaugssonar (d. 1686) í Reykjarfirði við Isafjarðardjúp.2) Þessi gerð greinanna skiptir hér sérstaklega máli, með því að hún geymir fræðslu um sambandið milli manngjalda eftir veg- inn mann og þann rétt, sem hann skyldi hafa, meðan hann lifði. Segir í 1-gerð greinanna, að eftir því skuli manngjöld eftir mann dæma, sem sá maður hafi tekið fullrétti. Skrá- setjarar greinarinnar hafa sjálfsagt þekkt venjur þeirrar aldar, sem þeir voru uppi á og verið hafa fornar, og má því sennilega fara eftir henni í aðalatriðum að minnsta kosti. Er svo mælt í I, að sá, sem tekur 4 merkur (lögaura = 1,60 hundruð), skuli bættur 40 hundruðum, og sá, er tekur 6 merkur ( = 2,40 hndr.) fullrétti, skuli bættur 60 hundruð- um. Er því svo að sjá, sem 1 mörk í fullrétti eigi að leiða af sér 10 hundruð í manngjöld, ef sá maður er veginn. Lægstu manngjöld eru talin 15 hundruð og kölluð „þræls- gjöld“. Getur það auðvitað ekki átt við þrælsgjöld í forn- öld, sem voru margfalt lægri (2,4 hundruð), eins og síðar verður vikið að, enda var þrælahaldið úr sögunni um 1500 fyrir mörgum öldum. Er því vafalítið átt við umkomu- lausan mann (ef til vill ómaga eða lítilsigldan vinnupilt?), er svo lág manngjöld skuli gjalda eftir. Þá er lýst fullrétti manna ýmissa stétta. Lægsta fullrétti, sem nefnt er, er 2,5 merkur. Það skal gjalda eftir þá, sem ekki eru í skatti og þó að engum óknyttum kenndir. 1 þenna flokk koma þá fátækir bændur 1) Isl. íbrs. IX. 361—368. 2) lsl. fbrs. IX. bls. 265.

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.