Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1951, Side 37

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1951, Side 37
NiBgjnld — Manvgjöld 207 eftir því hversu mikinn þátt þeir eru taldir hafa tekið í aðför og vígi. Að vígi Páls á Skarði 1496 voru t. d. margir menn. Einn þessara manna (Páll Aronsson) hafði þá sér- stöðu, að sætzt var á greiðslu 20 hundraða fyrir hann.1) Hefur þessi maður líklega verið sá af mönnum veganda, sem munnmælin segja hafa borið vopn á Pál, annar en vegandinn. Hinum atvistarmönnunum var skipt í þrjá flokka eftir þeim atbeina, sem þeir hefðu veitt. Þeir, sern komu í fyrsta flokk, skyldu gjalda 15 hundruð hver. Ann- ars flokks menn áttu að gjalda 10 hundruð og þriðja flokks menn 5 hundruð hver. Tíu merkur skyldi hver þeirra gjalda konungi (þegngildi niðurfært) og sækja sér landvistar- leyfi innan þriggja ára.2 3) 1 skýrslu um dóm fyrir atvist að vígi ónafngreinds manns frá 1540 segir, að tveimur atvistarmönnum hafi verið dæmt að greiða 15 hundruð hvorum.s) Sýnist hvorugur þeirra hafa verið banamaður ins vegna, en þeir hafa veitt aðstoð sína í verki og fram- kvæmd, og því hefur þeim verið dæmt eins hátt gjald og þeim, sem næstmesta aðstoð höfðu veitt, er Páll á Skarði var veginn. 4 V. Vígsmál. — Greiöslur. Þá er maður var veginn, varð auðvitað fyrst að ganga ur skugga um það, hver væri vegandi og ef til vill um að- stoðarmenn hans. I Grágás eru nokkur ákvæði um þetta efni. Ef einungis einum manni var til að dreifa, þá var auðvitað sök beint að honum einum. En ef fleiri menn höfðu verið að vígi og urðu sekir um það, þá gat sækjandi vígsak- ar kosið að dómi eða sáttargerð einhvern þeirra manna veg- anda og haft uppi kröfu um niðgjöld á hendur ættingjum hans.4) Annarskostar hafa ættingjar þess, sem lýst hefur sér vígi á hendur, en það skyldi vegandi almennt gera.5) !) ísl. fbrs. VII. 371. 2) Isl. fbrs. VII. 388—391. 3) lsl. fbrs. XI. 370. *) Grágás I a 178, II. 348, 6) Grágás I a 153—154, II. 313.

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.