Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1951, Page 25

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1951, Page 25
Niöyjöld — Manngjuld 105 og allur fjöldi hjúa. Slíka menn hefði átt að bæta 25 hundruðum. Þá er sagt, að fullrétti „slétts manns“ sé 3 merkur, og hefði því átt að bæta slíka menn 30 hundruðum. Hér mun vera átt við vinnumenn og lausamenn, sem voru í skatti, því að hinir, sem eigi voru í skatti, skyldu hafa hálfri mörk minna í fullrétti. Fullrétti skattbænda er talið 4 merkur, og manngjöld því eftir þá 40 hundruð, eins og sagt var. Fullrétti hreppstjóra er talin hálf fimmta mörk, og manngjöld eftir þá hefðu þá átt að vera 45 hundruð. Fullrétti lögréttumanns og presta var 5 merkur talið, og manngjöld eftir þá hefðu því átt að vera 50 hundruð. Fullrétti prófasts og sýslumanns er sagt 6 merkur, og manngjöld eftir þá hefðu þá átt að vera 60 hundruð. Biskup og lögmaður áttu eftir greininni að fá 9 merkur í fullrétti, og manngjöld eftir þá hefðu þá átt að vera 90 hundruð. En fullréttishæð manna er að nokkru mismunandi í ýmsum gerðum greina þessara. Þó að ekki verði farið eftir I um rétt og manngjöld bókstaflega, þá hefur rétthæð og manngjáldahæð sennilega nokkurn veginn fylgzt að, enda má ætla, að nokkurn veginn fastar reglur hafi mynd- azt um rétthæð manna eftir stöðu þeirra í mannfélaginu, og víst er, að dómendur fóru þar eftir, er þeir ákváðu manngjöld. 1 dómi einum frá 1586 kemur þessi hugsun og glöggt fram.1) Segir þar, að vegandi skuli svara erfingjum ins vegna bótum „eftir því sém sá var maður til, er veginn var“. Dómendur hugsa sér því, að manngjaldahæðin fari eftir hugsuðu manngildi ins vegna. En á hvern flokk manna hefur verið lagður nokkurskonar meðaltalsmælikvarði, enda heppilegt að hafa almenna reglu um venjulega mann- gjaldahæð hvers flokks, því að annars hefði verið erfitt að meta hverju sinni, og matið hefði þá oft vakið óánægju annars aðilja eða ef til vill beggja. l) Alþb. II. 73.

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.