Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1951, Page 21

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1951, Page 21
Niögjöld — Manngjöld 191 hundruð hundraða, sem eftir Snorra átti að gjalda, telur dr. V. G. eiga að reikna 240 hundruð þriggja álna aura í stað 240 hundruð álna, og verður gjaldhæðin hjá honum með þeim hætti þreföld við það, sem hér er talið. Það er auðsætt, að sú fjárhæð, sem dr. V. G. vill vera láta greidda, getur engri átt náð. Greiðsla 240 kýrverða eða 240 jarðar- hundraða sýnist þó nær hófi eftir slíkan höfðingja sem Snorri Sturluson var en greiðsla 720 kýrverða. Ef manngjöld eftir Snorra hefðu verið greidd í brenndu silfri með verðhlutfalli 1 eyrir:7,5 aurum lögaura, þá hefði þurft 2% aura til greiðslu hvers hundraðs álna, eða 640 aura til greiðslu allra manngjaldanna (240 hundraða), er svara mundi að þunga til nálægt 2560 silfurkróna. Með sama hætti hefði þurft til greiðslu lægstu manngjalda Sturlungu (20 hundraða) 531/3 eyri, sem svarar að þunga til nálægt 3131/3 silfurkróna. Til greiðslu 90 hundraða ínanngjalda hefði þurft 240 aura brennds silfurs, sem svarar að þunga til nálægt 960 silfurkróna 0. s. frv. Athugandi kann það að vera, að in háu manngjöld Sturlungu (og ef til vill Islendingasagna líka) kunna ekki aðeins að háfa leyst menn undan hefndum af hálfu ætt- ingja ins vegna, heldur einnig undan refsingu (skóggangi) fyrir vígið. 1 sætt manna var það víst oft til skilið, að slík viðurlög skyldu niður falla. Manngjöldin hafa þá ekki verið eingöngu vottur um mat á manngildi ins vegna, heldur einnig friðkaup undan refsingu fyrir vígið. Þegar sættir voru komnar á og niðgjöld greidd eða trygging sett fyrir greiðslu þeirra, þá hefur verið leitað sýknuleyfis í lögréttu til handa veganda, og það leyfi hefur venjulega fengizt. Slík málsmeðferð sýnist t. d. hafa vakað fyrir höfundi Bjarnarsögu Hítdælakappa, 34. kap., þar sem segir, að veganda Bjarnar hafa verið gert að greiða 3 hundruð silfurs til sýknu sér, þá er hann er sagður hafa greitt frændum ins vegna manngjöld. Hvort sem sagnir Sturlungu um manngjöld eru að öllu teknar trúanlegar eða ekki, þá raska þær alls ekki þeirri niðurstöðu, sem hcr að framan var fengin, að fjó.rhæð

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.