Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1951, Blaðsíða 39

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1951, Blaðsíða 39
Niðgjöld — Mannyjöld 209 á þriggja ára fresti. Fengu menn þá venjulega landvistar- leyfi, enda væru manngjöld og þegngildi greitt, Að greidd- urn manngjöldum átti vígsakaraðili að veita veganda tryggðir. Eftir vígið varð vegandi venjulega að leita á kirkju náðir, enda mátti ekki draga mann nauðugan af kirkju, og var kirkjuverði skylt að sjá honum þar farborða, ef hann hafði engin brot framið, er kirkja ætti ekki að halda honum, t. d. mannvíg í kirkju.1) Þegar vegandi hafði innt allt af hendi, fékk hann venjulega landsvistarbréf og var síðan frjáls ferða sinna, eins og hver ósekur maður.2) Vopnaburður sýnist að mestu vera af lagður um 1600. Mannvíg í vopnaskiptum hafa því ekki orðið eftir þann tíma, að minnsta kosti mjög sjaldan. Verða manndráp eftir þann tíma víst ekki miklu tíðari en verið hefur á 18. eða 19. öld. Og svo virðist, sem fyrirmæli um manngjöld hafi fallið í gleymsku á síðari hluta 17. aldar. Að minnsta kosti er þeirra ekki getið í vígsmálum þeim, sem í Alþingis- bókum greinir eftir miðbik 17. aldar. 1 sögnum frá lýðríkistímanum er stundum getið greiSslu manngjalda, hvar, hvenær og í hverju þau skyldi greiða. Fór það vitanlega eftir sátt eða gerð þeirri, sem fram fór um málið. Sáma er um ákvæði dóma og samninga um greiðslu manngjalda eftir Jónsbók. Dómurinn um víg Páls á Skarði frá 14973) veitir sérstaklega glöggva hugmynd um þetta, enda er þar lagt lag á verðmæti þau, er greiða skyldi, eins og reyndar oft er gert. Greiða skyldi í þrennu lagi, er kallað var fyrstu, önnur og þriðju söl. Fyrstu söl skyldi greiða innan mánaðar frá dómsuppsögu (30. júní), önnur að Mikjálsmessu næstu (29. september), en in þriðju skyldi gjalda í fardögum næsta ár. Manngjöldin skyldu eftir þessu vera fullgoldin hér um bil 11 mánuðum eftir uppsögu dómsins. öll söl skyld gjalda á Skarði, sem þá hefur verið heimili annars erfingja Páls (Orms Jónssonar 1) Kristinréttur Árna biskups 13. kap. 2) Glöggt dæmi um gang vígsmála frá 16. öld er í Alþb. II. 139—141, sbr. 172. 3) Isl. fbrs. VII. bls. 361—362.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.