Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1951, Síða 46

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1951, Síða 46
216 Tímurit lögfræSinga hann hafa valið þá reglu, sem bezt hentaði, án tillits til þjóðernis hennar, og efast enginn um, að það hafi verið einlægur ásetningur hans, en gagnrýnendum hans frá hinum þjóðunum hefir þó virzt sem hann hafi of oft valið þann kostinn að fylgja rétti síns eigin lands, og verður því ekki neitað, að frumvarpinu svipar mest til dansks réttar. Víða hefir höfundurinn komið með reglur, sem hann sjálf- ur hefir skapað, og eru ýmsar þeirra næsta eftirtektar- verðar, eins og vænta mátti. Þess má ennfremur geta, að ítarleg greinargerð fylgir frumvarpinu, og er þar greint frá núgildandi rétti Norðurlandanna (íslenzks réttar þó sjaldan getið) og breytingum þeim og nýjungum, sem að er stefnt með frumvarpinu, og jafnframt vikið nokkuð að rétti þjóða utan Norðurlanda. Er mikinn fróðleik í grein- argerð þessari að finna. Flestir þeirra, sem ritað hafa um frumvarp Vindings Kruse — og þar kveður mest að greinum eftir ýmsa kunna lögfræðinga, er birzt hafa í Svensk Juristtidning 1950, bls. 321—837, 879—897, 1951, bls. 241—246, — hafa haft sitt af hverju út á það að setja. Við því mátti að sjálfsögðu búast. Enginn gerir svo öllum líki, og gildir það jafnt um lagasmíði sem um önnur verk manna, og það er engin nýjung, að menn greini á um löggjafarmál. En hvað sem þeirri gagnrýni líður, — og sumar aðfinnslurnar virðast vera fremur veigalitlar, — þá er hitt víst, að höfundur frumvarpsins hefir unnið mikið verk og merkilegt, er hann samdi það, og fyrir það á hann þakkir skilið. Hann hefir með því aukið enn við afrek sín í lögfræðinni, sem æði mikil voru fyrir, og þótt samnorræn lögbók verði aldrei sett, þá mun þetta frumvarp geymast sem virðulegt minnismerki um hugsjónina um réttareiningu norrænna þjóða.

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.