Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1951, Síða 27

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1951, Síða 27
Niðgjöld — Mavv c/juld 197 Eign ins seka nam alls............. 2304 álnum' Bræðurnir fengu ......... 1843 álnir Konungur fékk............ 461 alin --------- 2304 — Ef gert er ráð fyrir venjulegum manngjöldum eftir drenginn, 2400 álnum (20 hundr.) og þegngildi 13 mörk- um, sem gera 624 álnir, þá hefði átt að greiða samtals í manngjöid og þegngildi 3024 álnir, og hefði þá vantað 720 álnir til fullrar greiðslu. Þar af eru dregnar frá hluta konungs 163 álnir, en af hluta erfingja 557 álnir. Að réttu lagi sýnast erfingjar hafa átt að fá.... 1828 4/7 aln. Og konungur............................. 475 s/~ — Sem einnig gerir samanlagt 2304 — Er reikningsmunurinn svo lítill, að vafalítið sýnast dómendur hafa lagt venjuleg manngjöld, 20 hundr., reikn- ingi sínum til grundvallar. Og er skiptagerð þessi þá einnig vottur þess, að menn hafi talið venjuleg manngjöld 20 hundruð á fyrra hluta 17. aldar. Þó að dómar þessir og skiptagerð séu ekki eldri en frá fyrra hluta 16. og fyrra hluta 17. aldar, þá sýnast þeir vera vottur um gamla venju um það, að óvalinn maður, sem með engum hætti hafði skert bótaréttinn með fram- komu sinni, skyldi bættur 20 hundruðum. Það eru 20 kýr- verð, en 2000 silfurkrónur, miðað við kýrverð um 1900. Og eru manngjöldin þá 4 kýrverðum lægri en þau hafa verið eftir meðalhófsreglunni um venjuleg manngjöld á lýð- veldistímanum. En útgjöldin sakir mannvígs verða þó vist heldur hærri þá en á 12. og 13. öld, því að þegngildið bættist við, svo að gjaldið varð alls 25,2 hundruð. Inn forni „réttr“ mun ekki hafa goldizt eftir að hætt var að heimta niðgjöld eftir Baugatali. Bréf eru nú ekki til nema um lítinn hluta þeirra víga, sem vegin hafa verið á 14.—17. öld. Vafalítið hafa siður geymzt bréf um víg óvalinna manna en um víg virðinga- manna. Þó eru enn til nokkur merki um manngjöld eftir óvalda menn, að því er ætla verður. Dæmd hafa verið 20

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.