Tímarit lögfræðinga - 01.12.1951, Page 6
220
Tímarit lögfræðinga
til Alþingis. Þetta hefur þau áhrif, að hæstaréttardómarar
og aðrir þeir dómendur, sem ekki eru taldir hafa umboðs-
störf á hendi, eru kjörgengir við kosningar um forseta,
þótt þeir séu ekki kjörgengir til Alþingis, sbr. 34. gr.
stjskr.
Óheimilt er að bæta fleiri kjörgengisskilyrðum við. T.
d. mundi vist manns í fangelsi ekki varna kjörgengi hans
við forsetakosningar, ef hann engu að síður yrði talinn
hafa óflekkað mannorð. Vitanleg og alkunn veikindi, er
gerðu forsetaefni ómögulegt að gegna störfum, ef hann
yrði kosinn, svo sem t. d. alþekkt geðveiki, mundu og ekki
svipta hann kjörgengi, ef önnur skilyrði væru fyrir hendi.
b. Nú er ágreiningur um kjörgengi forsetaefnis, og sker
þá hæstiréttur úr, sbr. 11. gr. laga nr. 36 1945.
Eftir staðsetningu þessa ákvæðis í lögunum lægi næst
að ætla, að hæstiréttur skæri úr þessu samtímis því, sem
hann lýsir kosningaúrslitum. Er sjálfsagt ekki loku fyrir
það skotið, að þangað til geti ágxæiningur, er úi'skurða
þurfi, risið út af þessu, en eftir það tjáir ekki að taka slíkt
upp. Eðli málsins samkvæmt virðist hinsvegar ekkei't því
til fyrirstöðu, að hægt væri að krefjast slíks úi-skurðar og
fá hann kveðinn upp jafnskjótt og fi'amboðsfrestur er lið-
inn. Er lang-eðlilegast, að sá háttur sé hafður á, ef til
ágreinings kemur.
3. Forsetaefni ber að hafa meðmælendur með framboði
sínu. Um fjölda þeirra segir í 5. gr. stjskr., að þeir megi
ekki vera færri en 1500 kosningabærra manna og ekki
fleiri en 3000. 1 sömu gr. er heimilað að ákveða með lög-
um, að tiltekin tala meðmælenda skuli vei'a úr landsfjórð-
ungi hvei'jum í hlutfalli við kjósendatölu þar.
Þessari heimild er beitt í 3. gr. laga nr. 36 1945, þar
sem segir, að forsætisráðherra tiltaki hámarks og lág-
markstölu meðmælenda forsetaefnis úr landsfjórðungi
hverjum í réttu hlutfalli við kjósendatölu þar. Ber því að
láta í-eikna þetta hlutfall út hverju sinni, þegar efnt er
til forsetakjörs og ákveða hámark og lágmark meðmæl-
enda úr landsfjórðungi hvei'jum samkvæmt því.