Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1951, Side 7

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1951, Side 7
Um lögkjör forseta íslands 221 4. Framboði til forsetakjörs skal skilað í hendur dónis- málaráðuneytinu, sbr. 4. gr. laga nr. 36 1945, ásamt þeim skjölum og á sama tíma, er í greininni segir, sbr. og 7. gr. um heimild nýs forsetaefnis til þess að bjóða sig fram í stað þess, sem andaðist meðan á framboðsfresti stendur, ef sá nýi hefur a. m. k. stuðning helmings meðmælanda þess, sem andaðist. 5. Ef aðeins einn maður er í kjöri, þá er hann rétt kjör- inn án atkvæðagreiðslu, samkv. 5. gr. stjskr., og gefur hæstiréttur þá út kjörbréf handa honum þegar að liðnum framboðsfresti, sbr. 12. gr. laga nr. 36 1945. 6. Ef fleiri en einn hafa boðið sig fram, verður að kjósa, og sér dómsmálaráðuneytið um gerð og prentun kjörseðla, og skal á þá prenta skýru letri nöfn forsetaefna í stafrófs- röð, sbr. 5. gr. laga nr. 36 1945. Er hér frávik frá því, sem er um frambjóðendur til Alþingiskosninga, því að samkv. 54. gr. kosningalaga nr. 80 1942 skal raða frambjóðendum á kjörseðil eftir þeirri röð, er heiti stjórnmálaflokkanna, sem frambjóðendur eru í kjöri fyrir, verða í, þegar þeim er raðað í stafrofsröð. Kosningarrétt hafa allir þeir, sem hafa kosningarrétt til Alþingis og ækki heldur fleiri, sbr. 5. gr. stjskr. Kosningarnar eru beinar og leynilegar og fara fram með sama hætti og kosningar til Alþingis, sbr. 5. gr. stjskr. og lög nr. 36 1945, einkum 6. gr. Yfirkjörstjórn hvers kjördæmis telur atkvæðin þaðan, sbr. 9. gr. laga nr. 36 1945, og sendir síðan hæstarétti eft- irrit af gerðabók sinni ásamt þeim kjörseðlum, sem ágrein- ingur hefur verið um, sbr. 10. gr., en hæstiréttur úrskurð- ar um gildi ágreiningsseðlanna, lýsir úrslitum kosning- anna og gefur út kjörbréf handa því forsetaefni, sem hæstri atkvæðatölu hefur náð, sbr. 11. gr. laga nr. 36 1945. 7. Rétt kjörinn forseti er sá, sem fær flest atkvæði, sbr. 5. gr. stjskr. Það er því hvorki krafizt neinnar ákveðinnar þátttöku í kosningunni né algers meirihluta til að ná kosn- ingu. Hvergi segir um það, hvernig fara skuli að, ef tvö for-

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.