Tímarit lögfræðinga - 01.12.1951, Side 13
JJm lögkjör forseta Islands
227
1 bréfi ríkisféhirðis dags. 6. júlí 1951 segir, að laun for-
seta Islands, eins og þau hafi verið greidd á árinu 1950
og það, sem af er þessu ári, séu:
„Grunnlaun ..................... kr. 52.620.00
Verðlagsuppb. skv. vísitölu 300 af
kr. 9.870.00 ................... — 19.740.00
Samtals kr. 72.360.00
eða kr. 6.030.00 á mánuði.
Forseta Islands hefur hinsvegar hvorki verið
greidd launauppbót skv. fjárlögum 1950, 19. gr.
2, né heldur verðlagsuppbót eftir nýrri vísitölu
skv. lögum nr. 22/’50 og 1. nr. 78/’50.“
Hvað sem þessum útreikningi líður að öðru leyti, og
mjög hæpið er a. m. k. að takmarka skv. honum vísitöluna
við 300, þá er ærið vafasamt, að heimilt sé að reikna laun-
in út skv. þessum meginreglum. Hitt er miklu eðlilegra,
og sýnist raunar eitt fá staðizt, að miða við þá verðlags-
uppbót, sem er á hverjum tíma. Bæri þá að fara eftir
launalögum nr. 60 1945 33. gr., gengisl. nr. 22 1950 og
brbl. 3. júlí 1951, og mundi forseti skv. þeim reglum fá
miklu hærri laun en honum hafa verið greidd. Að sögn er
sá háttur, sem verið hefur, hafður á ákvörðun launanna,
með samþykki þess manns, sem er og verið hefur forseti
Islands, vegna þess að hann hefur ekki óskað hærri fastra
launa en fengizt hafa með þessurn hætti.
2) Þá hefur forseti ókeypis bústað, ljós og hita samkv.
2. gr. laga 37 1944, og allan útlagðan kostnað forseta vegna
reksturs embættisins ber að greiða úr ríkissjóði sérstak-
lega, sbr. 3. gr. sömu laga.
E. t. v. má deila um, við hvað sé átt, þegar sagt er, að
forseti skuli hafa ókeypis bústað, ljós og hita. Sjálfsagt
er þar þó einungis átt við embættisbústað forseta, en
samkvæmt 12. gr. stjskr. hefur forseti lýðveldisins að-
setur í Reykjavík eða nágrenni. Það er sá bústaður, sem
forseta er fenginn af hálfu ríkisvaldsins innan þessara
marka, sem hann hefur ókeypis, ásamt ljósi og hita. For-